Serum er húðvara sem er hugsuð sem viðbót við rakakremið okkar. Það inniheldur virk efni sem hægja á öldrun húðarinnar, minnka svitaholur, jafna húðlitinn og lýsa upp húðina.
Persónulega gæti ég ekki lifað án þess að nota serum.
Mér finnst húðin verða svo mjúk og jöfn og þess vegna hefur serum verið hluti af húðumhirðunni minni í gegnum árin.
Serum fer mun dýpra inn í húðina en hefðbundin krem og virkar þar af leiðandi mun öflugra á húðina.
Ég mæli með því að nota serum á kvöldin eftir húðhreinsun, undir rakakremið.
Það er algjört lykilatriði að hreinsa húðina vel áður en við berum serum á, því ef húðin óhrein og með mikið af dauðum húðfrumum á yfirborðinu þá liggur serumið bara á yfirborðinu og nær fyrir vikið ekki virka eins og það ætti að gera.
Ég hef alltaf haldið því fram að við eigum strax upp úr tvítugu að byrja að nota húðvörur með virkni í.
Mér finnst mun rökréttara að byrja að fyrirbyggja húðina og hægja á öldrun hennar áður en hrukkurnar eru komnar.
Það ættu allir að geta fundið serum við sitt hæfi og sem hentar hverri og einni húðgerð, úrvalið í búðunum er allavega nóg.
Ég hef verið að nota serum frá NIP+FAB upp á síðkastið og er ótrúlega ánægð með það. Það heitir Glycolic Fix Serum. Serumið er glært og gelkennt með feskri lykt. Húðin verður ótrúlega mjúk en samt stinn eftir að maður notar það. Endilega kíkið á það. NIP+FAB vörurnar fást m.a. í Hagkaup.
Húðvörurnar frá NIP+FAB hafa notið vinsælda vísvegar um heiminn og hefur Kylie Jenner í Kardashian fjölskyldunni meðal annars lýst ást sinni á vörunum. Kylie birti einmitt myndir af vörunum á Instgraminu sínu fyrir ekki svo löngu:
Einnig mæli ég með bókinni Skin Rules eftir Debru Jaliman ef þið viljið fræðast meira um mikilvægri góðrar húðumhirðu. Ótrúlega áhugaverð bók sem gaman er að glugga í til að minna mann á! Bókin fæst t.d. hér: amazon.com
Annika Vignisdóttir er förðunarfræðingur og nemi í MSc markaðsfræði í HR. Hún, sem er fædd í meyjarmerkinu, elskar gjörsamlega allt sem tengist förðun, húðumhirðu og snyrtivörum en hefur einnig mjög gaman af dansi, tísku, hreyfingu og fólki með svartan húmor. Annika lifir samkvæmt þeirri hugmyndafræði að gera sem mest af því sem er skemmtilegt. Ef þú hefur fyrirspurnir varðandi förðun eða samstarf er þér velkomið að hafa samband við hana í gegnum mail: annikavignis@gmail.com