Við elskum allar Carrie Bradshaw og konuna á bakvið hana, Söruh Jessicu Parker. Hún er glæsileg í myndaþætti sem var tekinn fyrir tískurisann Vogue. Fiftís fílingur og fágun.
Þessar myndir gætu allar verið klipptar beint úr þætti af Sex and the city þar sem Carrie myndi rölta um stræti New York borgar á leiðinni í lunch með stelpunum eða á deit með Mr.Big.
Sarah sjálf hefur sagt að konur eigi erfitt með að sætta sig við að hún sé ekki Carrie. Ég sjálf hef ekki gaman af því að sjá myndir af Söruh í gallabuxum og stórri úlpu labba með börnin sín í flatbotna skóm.
Maður vill alltaf halda í vonina að Carrie sé raunveruleg og að það sé einhver þarna úti sem getur alltaf verið fabjúlus sama hvað hún gerir. En svo er víst ekki. Sarah er bara venuleg kona eins og við hinar.
Hún er samt sem áður stórglæsileg í þessum fallega tískuþætti.
Myndirar tók ljósmyndarinn Mario Testino.
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.