Sandra Bullock hefur sannarlega fengið sinn skerf af upp og niðurtúrum í lífinu. Eins og margir muna hafði hún nýlega unnið óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt í The Blind Side árið 2010 þegar upp komst um stórkostlegt framhjáhald eiginmannsins Jesse James.
Í nýlegu viðtali við Entertainment Weekly sagði hún blaðamanni frá sinni upplifun af þessu og fleiru:
“Þegar fólk talar um að lífið sé rosalega gott þá er ég nú ekki alltaf sammála. Lífið er heil sería af allskonar uppákomum, erfiðum, hræðilegum stundum og algjörlega óvæntum. Og maður finnur hjartað bresta. Þess á milli nýtur maður góðu stundanna, tekur þær alveg inn,” sagði hún en Sandra var valinn skemmtikraftur ársins 2013 af blaðinu.
Nú er sannarlega tími fyrir Söndru að njóta en hún fékk aftur tilnefningu fyrir hlutverk sitt í Gravity þar sem hún leikur á móti George Clooney. Fyrr á þessu ári sló hún í gegn í myndinni HEAT sem toppaði sölulista kvikmyndahúsanna.
“Við erum bara öll á þeim stað sem við eigum að vera á,” sagði Sandra í viðtali við Vogue í september en þá ræddi hún framhjáhald Jesse James sem stóð yfir lengi og með mörgum konum.
“Ég er þar sem ég vill vera núna, það er ekki hægt að fara aftur í tímann, ég er þakklát fyrir þann stað sem ég er á í lífinu núna en enginn getur undirbúið sig fyrir svona eða vitað að það er von á því. Það er bara ekki hægt.”
Sandra helgar nú líf sitt Louis litla sem hún ættleiddi fyrir þremur árum en Louis er að verða fjögurra ára. Hún er ekkert að flýta sér í samband, segir að það liggi ekkert á.
“Ég hef sannarlega nóg að gera en ef það skyldi allt í einu eitthvað gerast milli mín og einhvers karlmanns þá er það bara skemmtilegt. Ég er samt ekkert að sækjast eftir því og sakna einskis eins og er.”
Alltaf flott hún Sandra Bullock!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.