Oftar en ekki hefur maður orðið vitni að því að þegar einstaklingur í yfirþyngd öðlast frægð þá er eins og hann sé einhverra hluta vegna knúinn til að megra sig, koma sér í form og líta “betur” út.
Það er eins og heimurinn samþykki ekki einstaklinginn sem listamann nema hann falli inn í eitthvað sérstakt form eða sérstakt mót sem fyrirfram er búið að ákveða hvernig er og er hann ekki látinn í friði fyrr en hann er kominn í kjörþyngd (eða undir hana) og farin að líta út eins og hann “á að vera”.
Adele er einn af þessum listamönnum sem er gagnrýndur fyrir útlitið sitt af því að hún er ekki eins og hún “á að líta út” og kom hún með frekar góðan punkt inn í þessa umræðu, en ef maður fer að pæla í því þá er alveg fáránlegt hversu fljótt fólk er gagnrýnt fyrir útlitið þó svo að það komi málinu einfaldlega enganvegin við.
Stöldrum við þegar við tölum um útlit annarra og í hvaða samhengi það er.
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.