Það er allt í lagi að viðurkenna að innst inni langar okkur öllum til að öðrum líki við okkur. Hér eru nokkrar góðar ábendingar um hvernig megi öðlast vinsældir:
1. Ekki brosa of snemma
Þegar þú ert kynnt fyrir nýrri manneskju skaltu forðast að brosa hringinn til hennar alveg samstundis. Það getur virkað falskt og yfirborðskennt.
Leitaðu frekar að einhverju sem þér líkar við hana. Kannski er hún með fallegt bros, kannski í flottum skóm… hvað sem er… og leyfðu svo brosinu að koma af sjálfu sér. Þetta gefur þau skilaboð að þér líki raunverulega við manneskjuna og þá finnst þeim eins og þau hafi unnið sér inn virðingu þína.
2. Leyfðu þeim að segja sögur af sjálfum sér
Það dugar ekki að spyrja bara fólk út í það sjálft, galdurinn er að gefa viðmælandanum tækifæri á að segja sögu af sjálfum sér.. Í stað þess að spyrja hvernig vinnudagurinn hafi verið, spurðu þá heldur hvað sé leiðinlegasta eða erfiðasta vinna sem viðkomandi hefur verið í. Og í stað þess að minnast á hvað viðkomandi er í flottum fötum skaltu taka: “Vá flottur toppur, er þetta vintage? og bæta svo við – Hvaða stíla fílarðu helst… hvað fær þig til að velja vintage…? (osfrv).
3. Gerðu grín að sjálfri þér
Ef þér er hrósað fyrir nýja klippingu skaltu ekki svara með því að segja hvað þér finnist hún í raun ljót. Það virkar ekki vel af því með því ertu að segja að viðkomandi hafi kannski bara vondan smekk. Sumir telja í sig kjark áður en þeir hrósa. Ef þú ert að segja “mont sögu” af sjálfri þér er alltaf gott að henda inn smá gríni með. T.d.
„Ég fékk vinnuna en það var ekki fyrr en ég labbaði út af skrifstofunni að ég fattaði að ég var með sinnep á kinninni”.
Öðruvísi getur montið virkað sem stærilæti.
4. Sýndu veikar hliðar
Fólki fannst Victoria Beckham meira sjarmerandi áður en hún setti upp þá ímynd af sér að bæði hún og allt hennar líf væru fullkomnara en hægt er að ímynda sér. Það er gott að sýna smá veikleika af því þannig nær fólk að tengjast hvort öðru betur. En ekki ganga of langt í því. Taugaveiklaðar týpur sem hugsa út í eitt um vandamál og leita stanslaust að viðurkenningu verða aldrei vinsælar. Fólki langar að vera með þeim sem eru léttir og skemmtilegir og gefa af sjálfum sér. Þannig skaltu bara gefa örlítið í skyn að það sé vesen á þér eða hjá þér en ekki hella því yfir vini þína í tíma og ótíma. Sýndu bara að þú sért mannleg.
Prófaðu þetta og sjáðu hvað gerist… og ekki gleyma að muna nöfn á fólki 😉
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.