Af og til gerist það að sumir gleyma sér og verða einskonar eltihrellar á Fésbókinni eða á góðri íslensku ” Facebook stalker” án þess að gera sér grein fyrir því. Hér eru fimm vísbendingar semvið fundum á Netinu, þar sem þú getur kannað hvort þú sért eltihrellir…
(Mörg okkar geta ábyggilega fundið eitt eða tvö atriði á listnum sem maður kannast við)
1. Þegar einhver segir við þig “Ég fór í Kringluna í gær”
…og þú segir “Já ég veit, ég sá það á “check-in-inu!”. OK það er í lagi að vita hvar sumir voru en að vita nákvæmlega hvar allir voru og MUNA ÞAÐ, þá þarftu ef til vill að skoða aðeins Fésbókar notkunina þína.
2. Þú verður hrikalega pirruð þegar einhver er með Fésbókarreikninginn lokaðan fyrir ókunnuga.
Ef þú ert Fésbókareltihrellir þá fer það hrikalega í taugarnar á þér þegar fólk er með stillingarnar þannig að aðeins VINIR geta séð stöðuuppfærslur, myndir, hvenær ákveðnir hlutir gerðust á tímalínunni þinni og fleira. HVERNIG Í ÓSKÖPUNUM ÁTT ÞÚ AÐ GETA NJÓSNAÐ ÞEGAR ALLT ER LOKAÐ!!?
3. Þú ert stöðugt að skoða þinn prófæl og athuga hvernig hann lítur út.
Þú skoðar prófælinn þinn til að vera viss um hvernig hann lítur út ef t.d. fyrrverandi kæró kíkir á hann. Þú veltir fyrir þér hvort prófællinn líti út fyrir að vera ótrúlega spennandi eins og þú lifir OSOM lífi, eða ertu þessi sem er fúl á móti? Þú skoðar stöðuuppfærslurnar þínar og veltir fyrir þér hvort þær virki heimskar og vonar að þeir sem kíkja á síðuna þína hugsi „vá hvað hún lifir frábæru lífi”.
4. Þú þekkir alla vini vina þinna.
5. Þú lækar eitthvað frá 2013 á tímalínunni.
Þetta er versta slys allra tíma. Að læka mynd eða status sem einhver póstaði fyrir fjórum eða fimm árum. Hvað varstu lengi að skrolla? Sex tíma? Sjö tíma? Er þér illt í þumlinum af skrolli?
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.