Fólk hefur oftast gaman af óförum annarra og er það nú bara staðreynd. Persónulega hef ég mjög gaman af því að lesa þegar fólk vaknar á næturnar og er mætt til vinnu, þegar það verður bensínlaust og þessháttar en mér finnst líka gaman að lesa fallegar sögur um góð augnablik í lífi fólks.
Vefsíðan givesmehope.com hefur margar slíkar að geyma. Einstaklega falleg og krúttleg síða.
Hér eru nokkrar fallegar sögur af síðunni:
Litla systir mín kom heim einn daginn og krafðist þess að ég færi með henni á bókasafn að ná í bækur til að læra táknmál. Ég spurði hana afhverju? Hún sagði að í dag hafi byrjað nýr strákur í skólanum sem væri heyrnalaus. Hún vildi verða vinkona hans og varð því að geta talað við hann. Í dag horfði ég á systur mína gera “I Do” á táknmáli. Systir mín gefur mér von.
Í dag var ég í sögutíma í skólanum, kennarinn var að segja okkur frá manni sem var frægur fyrir að bjarga gyðingum frá útrýmingabúðum nasista. Einn nemandi í bekknum sagði þá: “Hey þetta er afi minn!” Kennarinn brast þá í grát og sagði: “Hann bjargaði allri fjölskyldu minni!”.
Skrýtnar tilviljanir gefa mér von. Rétt áður en hundurinn minn dó var hann farinn að missa sjónina. Kötturinn minn byrjaði að hjálpa honum með því að nudda sér upp við hann og vísa honum leiðina og gefa frá sér hljóð svo hundurinn gæti elt. Þessi vinátta gaf mér von.
Meira HÉR
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.