Það þekkja allir tilfinninguna þegar maður VEIT að fólk er að tala um mann. Það starir og pískrar sín á milli og ósjálfrátt gerir maður ráð fyrir því að fólk sé að baktala mann.
Að sjálfsögðu er það oft sem fólk er að segja slæma hluti, en EKKI alltaf!
Persónulega er ég alltaf handviss um að manneskjan sé að tala illa um mig! Sérstaklega ef það eru nokkrar stelpur í hóp sem ég sé að eru að tala um mig.
Í dag var ég “að fá mér ferskt loft” fyrir utan Kringluna og þar standa nokkrir 17-18 ára krakkar sem öll stara á mig og hvísla. Ég vissi vel að þau væru að tala um mig og fannst það mjög óþæginlegt.
Eftir andartak labbaði ein af stelpunum til mín og sagði “vá hvað þú ert í geðveikum buxum! Hvar fékkstu þær?” – það endaði með því að ég spjallaði við stelpuna í nokkurn tíma og þetta var hin fínasta stelpa!
Vinkona mín lenti einnig í svipuðu dæmi um daginn.
Við megum ekki alltaf búast við því versta frá fólki – stundum er fólk að tala vel um okkur! Og mikilvægasti parturinn er = HRÓSUM FÓLKI! Ekki bara tala um manneskjuna við aðra, segðu það líka við hana.
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.