Ástin er yndisleg og eru eflaust margir búnir að finna hana um helgina þar sem Þjóðhátíð og aðrar útihátíðir hafa oftar en ekki pússað saman nokkrum pörum hér og þar.
Hér eru nokkrar myndir sem minna okkur á ástina og gera sunnudaginn rómó en stundum er það þannig að allt sem við þurfum er ogguponkulítil ást – All you need is love… dúdúrúdúúú….
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.