SAMSKIPTI: Áhugaleysið er einfalt, hættu að reyna að ráða í þetta

SAMSKIPTI: Áhugaleysið er einfalt, hættu að reyna að ráða í þetta

Þegar karlmaður er farinn að sýna minni áhuga en hann gerði áður verðum við stundum ringlaðar.

Við spyrjum okkur: Afhverju hringdi hann ekki? Afhverju svaraði hann ekki smsinu? ooooosfrv. Bella dagsins hefur oftar en einu sinni og oftar en tvisvar spurt sjálfa sig að þessari spurningu og verið í afneitun.

“Hann hefur alveg ennþá áhuga, hann er bara inneignarlaus eða upptekinn”.

Já við könnumst allar við þetta er það ekki?

Þegar stelpur hætta að hafa áhuga á strákum átta þeir sig oftast mjög fljótt á því. Þeir nenna ekki að standa í stelpu sem svarar ekki símanum og er með afsakanir, þeir finna sér bara nýja!

Bella lenti nýlega í manni sem var aldeilis ekki að fatta neitt. Hún átti erfitt með að segja hreint út við hann að hún væri búin að missa áhugann svo hún ákvað að hunsa hann. Það virkaði í hin skiptin, hinir mennirnir hættu nánast strax að hringja.

Eftir nokkurn tíma áttaði hún sig á að hún var “á hinum endanum”. Þetta var algjört “reality check” fyrir Bellu. Hún hegðaði sér eins og karlmenn höfðu oft gert við hana.

Bella er mun fljótari að átta sig á hlutunum í dag og veit hvenær karlmenn hafa áhuga og hvenær ekki.

Hafið þetta í huga…

Ég gat ekki hitt hann fjögur kvöld í röð afþví ég var of þreytt. -Ég hafði ekki áhuga.

Hann: Afhverju segir þú aldrei hæ á facebook af fyrra bragði? -Ég hafði ekki áhuga.

Hann: Afhverju hringdir þú ekki til baka þegar þú sást missed call frá mér? -Ég hafði ekki áhuga.

Ég sagðist ætla að hringja þegar ég kæmi niðrí bæ og hitti hann svo í bænum. Hann: Ætlaðir þú ekki að hringja þegar þú kæmir í bæinn -Ég hafði ekki áhuga.

Hann: Afhverju hringir þú aldrei? Ég þarf alltaf að hringja í þig! -Ég hafði ekki áhuga.

Ég er nokkuð viss að þetta virki í báðar áttir. Þetta eru engin geimvísindi stelpur. Þetta er eins auðvelt og þetta virðist vera.

Ef hann vill tala við þig, þá gerir hann það!

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest