Það hafa allir heyrt um ‘first impression’ eða áhrif fyrstu kynna.
Þetta skiptir meira máli en margir átta sig á og eru þá ákveðin atriði sem ráða áhrifunum. Nú þegar margir eru á leið að sækja um starf eða skóla er gott að hafa eftirfarandi í huga (svo að þinn innri maður falli nú ekki í skuggann af þeim ytri):
1. Hreint og vel tilhafthár
Að mæta með skítugt og fitugt hár í viðtal er stranglega bannað, hárið á að vera snyrtilegt og vel tilhaft.
2. Með neglurnar í lagi
Vel snyrtar neglur eru alltaf fallegar, ekki vera með gamalt naglalakk á nöglunum sem er farið að flagna af og passaðu að vera með hreinar neglur-sorgarrendur undir nöglum eru ekki smart. HÉR geturðu lesið þér til um hvernig maður kemur nöglunum í fallegt ástand með 10 flottum ráðum.
3. Falleg en látlaus förðun
Ekki fara hamförum með málningarvörunum, vertu settleg og snyrtileg. Hér eru nokkur fín ráð til þess.
4. Hreinar tennur skipta öllu
Bursta, bursta, bursta já og tannþráðurinn-fallegt bros skemmir ekki fyrir. Notaðu hvíttunarefni á tennurnar ef þær þurfa þess með, tvisvar á ári er heppilegt fyrir flesta. HÉR fjalla pjattrófurnar um hvernig þú færð hvítar tennur heimafyrir.
5. Skart
Fallegir skartgripir lúkka alltaf vel-mundu bara að vera ekki með of marga á þér í einu, “less is more”.
6. Snyrtilegur klæðnaður
Þarf að segja meira? Snyrtilegur og fallegur klæðnaður er ávallt smart, ekki mæta í illa lyktandi eða skítugum fötum í viðtal. Ekki vera í öllu svörtu, passaðu að allt sé straujað og fínt og blettalaust. Skórnir eiga einnig að vera snyrtilegir og vel pússaðir.
7. Gott CV
Ef þú ert ekki með ferilskrá eða kannt ekki að setja hana upp, gúgglaðu hana eða fáðu einhvern með reynslu til þess að hjálpa þér að setja hana upp, góð ferilskrá getur skipt höfuðmáli.
8. SJÁLFSTRAUSTIÐ Í LAGI
Það er ástæða fyrir því að þú færð viðtal-berðu höfuðið hátt og hafðu trú á þér!
Gangi þér vel!
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig