Á lífsleiðinni verður á vegi okkar allskonar fólk. Fólk sem við veljum ekki endilega að umgangast en þurfum að eiga í samskiptum við út af skóla og vinnu til dæmis.
Við þekkjum allar þessa neikvæðu týpu sem er sífellt kvartandi og kveinandi, vorkennandi sér, með leiðinlegar athugasemdir, baktal og kann ekki að samgleðjast öðrum.
Á minni ferð í gegnum lífið hef ég sem betur fer ekki rekist á margt fólk af þessu tagi en það er sennilega hollt því það má nýta sér það sem tækifæri til að þroskast og vera þakklátur fyrir að vera ekki á þessum stað í lífinu.
Síðustu daga hef ég verið að hugleiða hvað sé hægt að gera til að takast á við svona orkusugur. Ég er enginn sérfræðingur en ég held að það sé eitthvað til í því sem ég hef komist að.
- Um leið og viðkomandi byrjar að vera með leiðinlegar athugasemdir í þinn garð eða annarra skaltu einfaldlega hunsa hann. Neikvæðni þrífst nefnilega á undirtekt og athygli.
- Vertu jákvæð á móti. Ég held að jákvæðni fari óheyrilega mikið í taugarnar á neikvæðu fólki, væri ekki gaman að ýta aðeins við þessu liði með lúmskum hætti?
- Trúðu mér ef manneskjan baktalar aðra við þig þá geturu verið nokkuð viss um að hún geri slíkt hið sama við þig.
- Ekki reyna að þóknast viðkomandi. Það breytir engu og þér líður bara illa fyrir vikið að hafa reynt að breyta þér fyrir einhvern, sérstaklega fyrir manneskju sem kemur illa fram við þig.
- Reyndu að halda kúlinu því það er líklega ekki að fara að breyta neinu að æsa sig við manneskjuna, kemur sennilega illa út fyrir þig og ég tala nú ekki um ef þú þarft að halda áfram að eiga í samskiptum við viðkomandi. Þá er kannski gott að bíta í tunguna á sér til að komast hjá óþægilegu andrúmslofti seinna meir. Ég veit, ótrúlega erfitt.
- Ekki leggjast niður á sama plan. Ef þú finnur fyrir gífurlegri þörf til að fá útrás þá tel ég að það sé best að ræða við viðkomandi í einlægni og rólegheitum. Láta hann/hana vita að þú kunnir ekki að meta þessa framkomu.
Hér eru svo 14 æðisleg kvót sem ég fann á Pinterest sem ágætt er að minna sig á við og við.
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.