Reykjavik
05 Dec, Wednesday
2° C
TOP

SAMSKIPTI: 12 einkenni siðblindra einstaklinga – Þekkir þú einn?

Patrick Bateman er holdgervingur siðblindu

Ég hef verið að velta fyrir mér siðblindu upp á síðkastið, er nefnilega nokkuð viss um að á síðasta ári hafi orðið á vegi mínum siðblindur einstaklingur.

Eftir að hafa lesið mér aðeins til um siðblindu og borið saman við mína reynslu hef ég komist að eftirfarandi…

Siðblindur einstaklingur:

 1. …er ótrúlega sjarmerandi og getur talað sig inn á þig. Sjarmann getur hann t.d. notað til að svíkja fé. (Ég held að klassískt íslenskt dæmi sé þegar siðblindur einstaklingur fær fólk með sér í viðskiptaævintýri og svindlar svo á því með því að stinga undan fé eða lofa greiðslum sem svo aldrei berast).
 2. …á erfitt með að sýna svipbrigði. Svipbrigði siðblindingja eru yfirleitt afkáraleg. Bros er til dæmis stíft, þvingað og óeðlilegt.
 3. …ráðskast með fólk til að fá það sem hann vill.
 4. …horfir ekki á þig/virðir þig ekki viðlits ef hann þarf ekkert frá þér lengur.
 5. …svífst einskis til að ná takmarki sínu.
 6. …er fær um að sannfæra fólk um að gera, segja eða samþykkja hluti sem það myndi annars ekki gera.
 7. …hefur ekki getu til að finna til með eða setja sig í spor annarra.
 8. er sjálfhverft fórnarlamb. Í hans hugar er hann nr. 1, 2 og 3 og þegar eitthvað bjátar á er það alltaf öðrum um að kenna.
 9. …lifir fyrir kynlíf, peninga og völd.
 10. …mun beita ofbeldi, líkamlegu eða andlegu, til að fá það sem hann vill.
 11. …er góður lygari og þegar hann lýgur að þér heldur hann stöðugu augnsambandi við þig og hreyfir sig ekki.
 12. …lofar öllu mögulegu en stendur sjaldan við það sem hann lofar.

Hér má sjá upphafsatriði myndarinnar American Pshyco eftir sögu Bret Easton Ellis. Hún fjallar um siðblindan mann með sjálfsdýrkunar eða Narcissistic persónuleikaröskun, þetta tvennt fer mjög gjarna hönd í hönd.

Ef þið viljið kynna ykkur siðblindu nánar þá er þessi síða tilvalin.

Á síðunni er hægt að lesa um fórnarlömb siðblindu, orsök hennar, einkenni og hvernig megi lágmarka skaðann af kynnum sínum við siðblindingja. Það var margt áhugavert sem ég datt niður á, þessa punkta um einkenni siðblindra einstaklinga t.d.:

 • Kynlíf er ópersónulegt, hversdagslegt og ekki litað af ástríðu.
 • Spennufíkill / leiðist auðveldlega.
 • Sníkjudýr (á öðrum eða „kerfinu“).
 • Léleg sjálfstjórn.
 • Lauslæti.
 • Skortir raunsæ langtímamarkmið.
 • Mörg skammtíma ástarsambönd.
 • Hvatvísi.

Einnig fannst mér þessi punktur áhugaverður:

“Gerðu þér grein fyrir hvert er fórnarlambið. Siðblindir reyna oft að láta líta svo út að þeir þjáist og fórnarlambið sé syndaselurinn sem valdi þjáningunni. Ekki eyða samúð þinni á þá.”

Svo er bara að bregðast fljótt og rétt við ef þig grunar að þú sért komin í tæri við slíka manneskju.

Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.