Á kaffistofunni í dag var verið að ræða matarboð, afmælisboð og jólaboð og þrýsting sem myndast oft að borða eða smakka allt sem boðið er upp á.
Ég kannast sannarlega við það að fólk hneykslist á því að ég segi “nei takk” eða “mig langar ekki í”, það reynir allt sem það getur til að láta mig “fá mér bara smááá”, “einn bita, bara einn bita” og þarf ég oftar en ekki að vera snúðug í svörum og bíta frá mér, þó svo að ég reyni nú oftast að vera kurteis þegar ég hafna boðinu að bragða á kræsingunum.
Stundum er það bara þannig að manni langar ekki í kræsingarnar og það er óþolandi að þurfa að standa í einhverjum afsökunum eða réttlætingu svo bjóðanda líði betur.
Hér eru nokkur atriði sem ég fann á netinu sem ég ætla að prófa að nota, kannski fæ ég þá frið næst þegar ég fer í afmælisboð eða borða ekki eins mikið og gestirnir ætlast til.
-Þú verður að prófa þetta, þetta fjölskylduuppskrift, alveg sjúklega góð!
-Já! *mmm* hvað þetta lítur vel út, ég fæ mér eftir smá.
-Djúpsteiktar kartöflur (eða einhver annar matur) eru algjörlega í uppáhaldi hjá mér, þú verður að smakka!
-Ég hef smakkað þær, fékk mér þannig í gær. Alveg ómótstæðilegar!
-En þetta er bara einu sinni á ári! -Já og með því að fara eftir mínu matarræði eru meiri líkur á því að ég muni vera hraust á komandi árum og njóta fleiri hátíða.
-Ertu með heilsuna á heilanum ? Getur þú aldrei slakað á ?
– Kannski ekki á heilanum en ég vel að vera meðvituð um hvað ég læt ofan í mig.
-Ef þú smakkar þetta ekki þá verð ég ekkert smá svekkt út í þig.
-Fyrirgefðu en mér finnst svona matur ekki góður.
-Einn biti getur ekki skipt öllu máli!
-Ég get ekki fengið mér bara einn bita. Þetta lítur út fyrir að vera svo gott að ég myndi örugglega klára allan skammtinn.
-En þetta er uppáhalds maturinn þinn!
-Veistu ég held bara að ég hafi borðað yfir mig á honum. Ég bara get ekki borðað hann lengur.
Ef einhver lætur mat á diskinn þinn, hrærðu þá í honum eins og það líti út fyrir að þú hafir fengið þér að smakka.
-Ætlaru ekki að fá þér í glas ?
-Nei ég er að fara keyra á eftir.
-Endilega taktu eitthvað af þessum afgöngum með heim!
-Þetta er allt í lagi, þú getur haft hann í kvöldmatinn á morgun.
Ef maður fer að pæla í því, þá er það frekar fáránlegt að maður er gagnrýndur fyrir að vera í ofþyngd eina mínútuna, hina er svo verið að reyna troða ofan í mann mat sem manni langar ekkert í! Ætti ég ekki að fá að stjórna þessu algjörlega sjálf – hvort og hvenær maður fær sér að borða ?
Svo er reyndar hérna ein sem er í uppáhaldi hjá mér, sem ég hef stundum notað.
-Þú verður að passa þig á því að verða ekki of grönn! -Veistu, þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að ég verði of grönn. Ég er sérfræðingur í að fita mig.
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.