1.Upplýsingar
Ekki gefa of mikið upp um þig og þína, þú veist ekkert hvað „vinir“ þínir gera við þessar upplýsingar.
2. Myndir
Passaðu hvernig myndir þú setur á Facebook, ekki hafa þær of persónulegar og alls ekki setja inn myndir af fólki sem vill ekki láta setja inn myndir af sér. Það er hægt að sérsníða myndaalbúmin þannig að þú ræður hverjir sjá myndirnar.
3. Staðsetning
ALLS EKKI gefa það upp á netinu ef þú ert ekki heima, ert ein/einn heima, eða að þú ert að fara eitthvað eftir nokkra daga svo sem útlanda, bústað, út á land og svo framvegis. (Sérstaklega ef það verður enginn heima).
4. Of mikið af upplýsingum
Vinir þínir þurfa ekki að fá dagbókina þína svo sem hvenær þú vaknaðir, hvað margar kúkableiur eru komnar í dag, hvað er í matinn, hvenær þu fórst í bað, hvað þú varst að borða og svo framvegis. Of mikið upplýsingaflæði er ekki alltaf af hinu góða. Reynum að vera settleg og skemmtileg í stöðuuppfærslum.
5. Verum góð hvort við annað
Tölum fallega um hvort annað og reynum að vera á jákvæðu nótunum, það er svo mikið af neikvæðni í netheiminum núna að það er gott að vera jákvæður líka.
Facebook er gríðarlega skemmtilegur samskiptamiðill og reynum að hafa þessar reglur í fyrirrúmi þegar við notum það, njótum lífsins og skemmtilegra samskipta við vini okkar!
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig