Eitt af því sem hefur alltaf angrað okkur við low-cut buxur er “plömmerinn” sem birtist þegar þú annaðhvort sest eða beygir þig fram.
Það er ekkert leiðinlegra en að vita til þess að þarna gapi nærbuxnastrengurinn upp úr, hvort sem er í g eða c dúr, fyrir konur, börn og karla að sjá.
Enn verra er að hugsa til þess að “plömmerinn” sjálfur bjóði góðan dag. Þá er átt við rassaskoruna á þessu ástkæra og ilhýra.
En nú höfum við fundið ráð við þessu: SAMFELLA!
Samfellur eru algerlega frábær fyrirbæri. Ekki nóg með að þú getir sest og strekkt þig á alla kanta heldur þjappar samfellan mittinu saman þannig að daman virðist öllu nettari um sig miðja. Sumir segja að samfellur geti skafið af þér eitt til þrjú kíló með einskonar sjónhverfingu.
Góðar samfellur fást víða um borgina. Til dæmis sá ég nokkrar í Top Shop og svo eru Lífstykkjabúðin og undirfatadeildin í Debenhams til að reiða sig á.
Í guðanna bænum kæra kynsystir, ef þú átt lágar gallabuxur en enga samfellu, drífðu þig þá út í næstu samfellubúð og fjárfestu í einu stykki! Þú sérð ekki eftir því.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.