Teldu upp að tíu áður en þú breytir sambandsstöðunni á Facebook.
Í breyttum heimi þarf nýjar aðferðir til að láta sambandið ganga vel. Fólk vinnur meira og hlutverkaskiptin, eða kröfurnar, eru orðnar jafnari. Þetta kallar á breytta aðhlynningu sambandsins og nýjar áherslur:
1. Fókuseraðu á sjálfa þig, ekki makann
Fólk sem leggur rækt við sjálft sig á í betri samböndum við maka sína. Þegar áhugamálunum er sinnt (án þess að annað sé vanrækt) hefur makinn meira að gefa af sjálfum sér og verður þar með hamingjusamari einstaklingur og hamingjusamur einstaklingur er jafnframt betri maki.
2. Farið reið í rúmið
Rannsóknir hafa sýnt fram á að heilinn vinnur úr vandamálum meðan hann er á REM stigi drauma. Þannig finnur vitundin oft óvæntar eða nýjar lausnir á gömlum vandamálum og því hægt að vakna í góðu skapi að morgni með nýjar lausnir að vopni.
3. Berið virðingu fyrir einkalífi sambandsins
Pör sem tala endalaust um hvað þau eru hamingjusöm gætu verið að reyna að breiða yfir staðreynd sem segir hið gagnstæða. Þessvegna er réttast að stilla upplýsingaskyldunni um gott og illt í hóf gagnvart umheiminum. Að sama skapi ferðu ekki á Facebook og “póstar status” um hvað makinn sé kjánalegur eða setur skilaboð á vegginn.
4. Forðist vini í vandræðum
Samkvæmt niðurstöðum rannsókna við félagsvísindadeild Brown Háskóla í Bandaríkjunum eru pör líklegri til að skilja ef fólk í kringum þau fer í sundur. Þannig eru 33% líkur á skilnaði annara ef einn aðili á fámennum vinnustað fer frá maka sínum. Það sama gildir fyrir vini og fjölskyldu.
5. Slakið á eftir vinnu
Það er nauðsynlegt að gera skýran greinarmun á vinnu og heimililslífi þó að margir taki vinnuna með sér heim. Ef ekki er hægt að skilja hana eftir skuluð þið þó ákveða að hætta um klukkustund eða tveimur áður en farið er í háttinn til að slaka aðeins á saman og spjalla eða horfa á sjónvarpið. Setjið mörk – og slakið svo á.
6. Fáið utanaðkomandi í þrifin
Það er nauðsynlegt að moppa og skúra annað slagið en merkilegt nokk eru ógiftir menn talsvert betri í því en þeir giftu. Að sögn reyndra félagsfræðinga eru gamlar hefðir sterkari í hjónaböndum en óvígðum sambúðum. Ef skítugir diskar og rykug horn valda vandræðum á heimilinu er gott að fá utanaðkomandi aðila til að taka það að sér og þá hefur parið tíma til að gera eitthvað nýtt og skemmtilegt!!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.