Hvort sem hann er bara í rosalegri vörn eða einfaldlega leiðinlegur, skaltu aldrei sætta þig við mann sem getur ekki rætt málin við þig af sanngirni.
Ef makinn verður óþarflega árásargjarn þegar þið eruð að þrátta um eitthvað, þá er hann einfaldlega ósanngjarn — og það er eitt af því versta sem hægt er að gera sambandi. Þegar menn eru ósanngjarnir í rifrildum leggja þeir sig fram um að draga upp atvik úr fortíðinni gagngert til að snúa athyglinni frá sjálfum sér og að ÞÉR.
Þetta þýðir oftast að hann er sjálfur með slæma samvisku og hefur gert eitthvað lélegt – en neitar bara að horfast í augu við það.
Þú ættir aldrei að sætta þig við maka sem leggur sig fram um að ráðast á persónu þína — hvort sem hann segir að þú sért ‘alveg eins og mamma þín’ eða ‘klikkuð’.
Fólk sem ræður ekki við eðlileg samskipti þar sem allir hafa sinn atkvæðisrétt og bregst við með árásum er í raun ekki hæft í samskiptum og þú ættir ekki að sætta þig við þannig framkomu af hálfu maka þíns.
Bella Baldurs hefur mikinn áhuga á persónulegum þroska, samskiptum, samböndum, ástarmálum, deitmálum og kynlífi.
Hún byrjar hvern dag á núvitundaræfingu áður en hún rúllar sér sígarettu og hellir upp á tvöfaldan espresso.