Ég rakst á þessa grein á hjá ungum bloggara sem heitir Heiðdís Lóa. Mér fannst greinin alveg frábær og varð bara að fá að deila henni með ykkur!
Hver kannast ekki við parið sem er alltaf í sleik, og þá meina ég alltaf. Parið sem er í sleik innan um almenning, í kringum vini sína og í biðröð í ísbúð. Það er ekkert sem stoppar þau. Ég er ekki að tala um 1 sek krúttlegan franskan… heldur ósmekklega endajaxlahreinsun.
Það er eins og parið vilji að allir í kringum þau viti að þau séu pottþétt á föstu og séu það ástfangin að þau geti bara ekki beðið eftir að komast heim til að kela.
Staðir sem eru bannaðir/óviðeigandi fyrir sleika.
-Þegar par hittir vin eða vinkonu og er allan tímann í bullandi sleik. Vinurinn/vinkonan gæti ekki verið meira þriðja hjólið og fær á tilfinninguna að hann/hún sé að trufla. Það er ekki gaman, ég hef prófað það.
- – Í pottinum í sundi þegar potturinn er troðfullur
- – Í röðinni í ísbúð
- – Í frímínútum í skólanum
- – Í ræktinni, inn á milli magaæfinga – ég hef án djóks séð par gera það.
- – Heima hjá afa & ömmu
- – í matarboðum
- – í fjölskylduboðum
- – í flugvélum
- – í strætó
- – í bíósölum
- – á bókasöfnum
Ekki misskilja mig, ég er ekki að segja að ástfangin pör eigi að bera sig eins og frændsystkini eða gamlir skólafélagar en það eru til aðrar leiðir til þess að tjá ást sína innan um almenning en að vera með tunguna ofan í kokinu hvort á öðru þangað til annar einstaklingurinn er orðinn blár í framan af súrefnisleysi.
– brosa til hvors annars
– leiðast
– faðmlög/knús
– augnsamband
– vera í návist hvors annars
Sýna umhyggju án þess að fanga athygli hverrar einustu manneskju í 2km radíus. Svo er enginn að kippa sér upp við það ef par kyssist litlum saklausum kossi sem varir ekki lengur en fyrri heimsstyrjöldin.
Öll pör geta þraukað eitt matarboð án þess að vera með tunguna á fullu, sama hversu ástfangin þau eru.
Höfundur þessarar greinar er Heiðdís Lóa Óskarsdóttir og bloggið hennar er HÉR.
Takk Heiðdís Lóa! 🙂
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.