Sambönd: Mögnuð heilræði frá manni sem skildi eftir 16 ár – Svona elskar maður konuna sína

Sambönd: Mögnuð heilræði frá manni sem skildi eftir 16 ár – Svona elskar maður konuna sína

gerard2Hvernig lætur maður sambandið sitt endast? Hvernig elskar maður konuna sína? Hvernig gerir maður þetta rétt?

Ég las nýlega Facebook færslu hjá bandaríkjamanni sem heitir Gerald Rogers (42) en færsluna skrifaði hann þegar hann var að skilja við konuna sína eftir næstum 16 ára hjónaband fyrir um þremur árum.
Lesturinn hafði mikil áhrif á mig svo ég ákvað að lauslega þýða það sem hann skrifaði og deila því með ykkur.

Hér skrifar hann hvað hann vildi að hann hefði vitað meðan á hjónabandinu stóð og og það sem hann mælir með til að halda góðu hjónabandi áfram. Hann hvetur kynbræður sína til að fylgja þessum ráðum og auðvitað getum við konur tekið eitthvað af þessu til okkar.

Heilræði Gerarlds má reyndar yfirfæra yfir á hvaða ástarsamband sem er… hvort sem fólk er gift eða ekki.

1. Aldrei hætta í tilhugalífinu – aldrei hætta að deita

ALDREI taka konunni þinni sem sjálfsögðum hlut. Þegar þú biður hana að giftast þér ertu að lofa því að vera sá maður sem á hjarta hennar og verndar það. Þetta er heilagasti fjársjóður sem þér verður nokkurn tíman treyst fyrir. HÚN VALDI ÞIG. Aldrei gleyma því, og aldrei verða latur þegar kemur að ást ykkar.

2. Verndaðu hjarta þitt

Alveg eins og þú tókst þeirri skuldbindingu að vernda hjarta hennar, þá þarftu líka að vernda þitt eigið hjarta með sömu aðgát. Elskaðu sjálfan þig og elskaðu heiminn líka en það er sérstakur staður í hjarta þínu þar sem enginn má komast nema eiginkona þín. Haltu þeim stað bara fyrir hana og vertu alltaf tilbúinn að bjóða henni þangað. Ekki leyfa neinum öðrum að komast þar inn.

3. Vertu ástfanginn aftur og aftur og aftur og aftur

Þið munuð sífellt vera að breytast. Þið eruð ekki sama fólkið og þið voruð þegar þið giftuð ykkur eða byrjuðuð að vera saman og eftir fimm ár verðið þið ekki sömu einstaklingar og þið eruð í dag. Breytingar munu verða og þess vegna verðið þið að velja hvort annað aftur á hverjum degi. HÚN ÞARF EKKI AÐ VERA MEÐ ÞÉR og ef þú hugsar ekki um hjarta hennar, getur verið að hún gefi einhverjum öðrum hjartað sitt eða lokar þig frá því algörlega, – og þú getur kannski aldrei fengið það aftur. Þú þarft alltaf að reyna að heilla hana og vinna ást hennar eins og þú gerðir þegar þið voruð í tilhugalífinu.

4. Sjáðu alltaf það besta í henni

Einblíndu á það sem þú elskar. Það sem þú einblínir á mun stækka. Ef þú einblínir á það sem pirrar þig í fari hennar þá mun það verða það sem þú tekur eftir, og verða ástæða til að pirra sig enn meira. Ef þú einblínir á það sem þú elskar, þá getur ekki annað gerst en að þú verðir yfirfullur af ást. Einblíndu svo mikið á það sem þú elskar að þú getur ekki séð neitt annað en ástina og þú veist, án efasemda, að þú ert heppnasti maðurinn í heiminum að þessi kona sé maki þinn.
Það er ekki þitt hlutverk að breyta henni eða laga hana. Þitt hlutverk er að elska þessa konu eins og hún er án þess að hafa væntingar um að hún breytist nokkurn tímann. Og ef hún breytist, elskaðu þá hvernig hún verður, hvort sem það er það sem þú vilt eða ekki.

Gerard og fyrrverandi kona hans þegar allt lék í lyndi.
Gerard og fyrrverandi kona hans þegar allt lék í lyndi.

5. Taktu fulla ábyrgð á þínum eigin tilfinningum

Það er ekki hlutverk maka þíns að gera þig hamingjusaman og hún GETUR ekki gert þig sorgmæddan. Það er þú sem berð ábyrgð á því að finna þína eigin hamingju, og ef það tekst þá mun ánægjan hellast yfir samband ykkar og ástina.

6. Aldrei kenna henni um ef þú verður pirraður eða reiður út í hana

Ef þú reiðist eða pirrast þá er það bara af því það kviknar á einhverju slæmu sem er í gangi í þínu tilfinningalífi. Þetta eru ÞÍNAR tilfinningar, og þær eru alveg 100% þín ábyrgð. Þegar þú finnur neikvæðar tilfinningar í garð konu þinnar, taktu þér þá tíma til að komast í núið. Líttu inn á við og reyndu að skilja hvað býr innra með ÞÉR sem þarf að fá að gróa. Þú laðaðist að þessari konu vegna þess að hún var sú manneskja sem passaði best við þig þegar þið hittust. Þú fannst að hún gat rifið upp sár þín úr barnæsku til þess að þú gætir læknað þau... Þegar þú læknar þig, þá mun hún ekki kveikja á þessum tilfinningum hjá þér lengur, og þú munt velta því fyrir þér af hverju það gerðist yfirleitt til að byrja með.

7. Leyfðu henni “bara að vera”

Þegar hún er leið eða í uppnámi, þá er það ekki þitt hlutverk að laga það, það er þitt hlutverk að KNÚSA HANA og láta hana vita að það sé allt í lagi. Láttu hana vita að þú heyrir í henni, og að hún sé mikilvæg, en að þú sért alltaf sú stoð sem hún getur hallað sér að. Kvenlegi andinn snýr að breytingum og tilfinningum og eins og stormur þá munu tilfinningar hennar þeytast um en á meðan ert þú sterkur og dæmir hana ekki þá mun hún treysta þér og opna sína sál fyrir þér þannig að…

8. EKKI HLAUPA Í BURTU ÞEGAR HÚN ER Í UPPNÁMI.

Stattu með henni, í núinu og sterkur og láttu hana vita að þú sért ekki að fara neitt. Hlustaðu á hvað hún er raunverulega að segja á bakvið orðin sín og tilfinningar.

9. Vertu kjánalegur

Ekki taka sjálfan þig svona andskoti alvarlega. Hlæðu. Láttu hana hlæja. Hlátur lætur allt annað verða auðveldara.

10. “Fylltu” sál hennar á hverjum degi.

Lærðu ástartungumál hennar og þær sérstöku leiðir sem láta henni finnast hún mikilvæg, mikils metin og elskuð. Fáðu hana til að búa til lista með 10 atriðum sem láta henni líða eins og hún sé elskuð – legðu listann á minnið og gerðu það að forgangsatriði hjá þér á hverjum degi að láta henni líða eins og drottningu.

11. Vertu á staðnum

Gefðu henni ekki bara tímann þinn, heldur athyglina og sál þína með. Gerðu það sem þú þarft til að hreinsa hugann svo að þegar þú ert með henni þá ertu algjörlega MEÐ HENNI. Komdu fram við hana eins og þú myndir gera við mikilvægasta kúnna þinn. Hún er það.

Daginn sem þau giftu sig. Hjónabandið entist í 16 ár.
Daginn sem þau giftu sig. Hjónabandið entist í 16 ár.

12. Vertu til í að taka hennar kynórum

… vertu líka til í að njóta hennar og rífa hana í þig með styrki þínum; fara inn í hana á dýpstu stigum sálar hennar. Láttu hana bráðna í kvenlega mýkt á meðan hún veit að hún getur treyst þér fullkomnlega.

13. Ekki vera bjáni

Og ekki vera hræddur við að vera bjáni heldur. Þú munt gera mistök og það mun hún líka gera. Reyndu að gera ekki of stór mistök, og lærðu af þeim sem þú gerir. Þú átt ekki að vera fullkominn, reyndu bara að vera ekki of vitlaus.

14. Gefðu henni svigrúm

Konan er svo góð að gefa og gefa og stundum þarf að minna hana á að taka sér tíma til að hugsa um sjála sig. Stundum þarf hún að fljúga og finna hvað nærir hana andlega og ef þú gefur henni þetta svigrúm þá mun hún koma aftur, endurnærð og fersk. Segðu henni að taka tíma fyrir sjálfa sig, SÉRSTAKLEGA eftir að þið eignist börn. Hún þarf þann tíma til að endurnæra sig og finna sinn stað, og finna sjálfa sig aftur eftir að hún týnist í að þjóna þér, börnunum og heiminum).

15. Vertu berskjaldaður

Þú þarft ekki að hafa allt alltaf á hreinu. Vertu tilbúinn til þess að deila ótta og tilfinningum þínum, og vertu fljótur að viðurkenna mistök.

16. Vertu opinn

Ef þú vilt öðlast fullt traust þá verður þú að vera tilbúinn að deila ÖLLU. Einkum því sem þú vilt ekki deila. Það tekur hugrekki að elska að fullu, opna hjartað og hleypa henni inn þegar þú veist ekki hvort hún hrífst af því sem hún finnur… Það er líka hugrekki að leyfa henni að elska þig algjörlega, þínar dimmu hliðar alveg eins og þær björtu.

17. TAKTU NIÐUR GRÍMUNA

Ef þér líður eins og þú þurftir að hafa grímu í kringum hana, og þykjast vera fullkominn alltaf, þá muntu aldrei upplifa algjörlega hvað ást getur verið.

18. Aldrei hætta að vaxa saman

Stöðnuð tjörn fjölgar moskítóflugum og malaríu á meðan fljótandi straumur er alltaf ferskur og kaldur. Rýrnun er náttúrulegt ferli þegar þú hættir að þjálfa vöðva og það sama gerist þegar þú hættir að vinna í sambandinu þínu. Finnum sameiginleg markmið, drauma og sýn til að vinna að.

19. Ekki hafa áhyggjur af peningum

Peningar eru leikur, finnið leiðir til að vinna saman sem lið til að vinna þennan leik. Það hjálpar aldrei þegar liðsfélagar rífast. Finnið út leiðir  til að nýta styrkleika ykkar beggja til að vinna í peningaleiknum.

20. Skerið á akkeri fortíðarinnar

Ekki láta ykkar fortíð halda ykkur í gíslingu. Að halda í fortíðarmistök sem annað ykkur hefur gert, er líklegt til að verða þungt akkeri í hjónabandi ykkar og mun halda ykkur niðri. FYRIRGEFNING ER FRELSI.

Skerið á akkeri fortíðarinnar, veljið alltaf ást: Veljið alltaf ást. Veljið alltaf ást. Í lokin þá er þetta eina ráðið sem þú þarft. Ef þetta er haft að leiðarljósi þá er ekkert sem mun ógna hamingju hjónabandsins ykkar. Ástin mun þola allt. Ástin sigrar!
Hér má sjá upphaflegu færsluna.

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest