Pjatt.is
  • Hafðu samband
  • Um Pjatt.is
Efnisflokkar
  • Heilsa
  • Útlit & Snyrtivörur
    • Förðun
    • Tíska
  • Heimili
  • Menning
    • Stjörnumerkin
    • Bækur
    • Tækni
    • Pistlar
  • Samskipti
  • Uppskriftir
    • Grænmetisréttir
    • Fljótlegt
    • Fiskur og skelfiskur
    • Kjöt og kjúklingur
    • Bakstur & brauð
    • Súpur & salöt
    • Drykkir & Smooties
    • Eftirréttir
    • Kokteilar
    • Vín
    • Veisluréttir
Facebook 25K
Instagram 2K
Pjatt.is
Pjatt.is
  • Matur & Vín
    • Drykkir & Smoothies
    • Kokteilar
    • Kjötréttir
    • Súpur & salöt
    • Fiskréttir
    • Grænmeti
    • Bakstur & brauð
  • Menning
    • Stjörnumerkin
    • Bækur
    • Pistlar
    • Tækni
  • Heilsa
  • Lúkkið
    • Tíska
    • Snyrtivörur
    • Förðun
  • Heimilið
  • Samskipti
    • Samskipti
  • Heilsa
  • Samskipti

SAMBÖND: Kynlíf á meðgöngu – Umhugsunarefni fyrir karlmenn

  • 19. janúar, 2013
  • 5 minute read
  • Bella Baldurs
Total
0
Shares
0
0
0

Kynlíf á meðgöngu

Það er erfitt að skrifa um eitthvað jafn persónulegt og kynlíf, hvað þá kynlíf á meðgöngu.

Það sem ég skrifa mun ekki passa við allar konur, alls ekki, við erum eins ólíkar og við erum margar en ég safnaði í sarpinn reynslu vinkvenna, kunningja og fleiri mætra kvenna. Þetta er útkoman:

Í byrjun meðgöngu kemur það oft fyrir konur að þær verða mjög kynferðislega aktívar, mönnum þeirra til mikillar gleði.

Hormónabreytingar og aukið blóðflæði veldur því að konur geta fengið aukna löngun og dýpri fullnægjingar en áður og því ber að fagna.

En þið vitið ekki hverju þið eigið von á þegar lengra líður á meðgöngu, það má við öllu búast.

Karlmenn!

Það skiptir eiginlega ekki máli hvernig konunni líður, hvort hún vilji kynlíf eða vilji það alls ekki, hvort hún sé skapvond eða tilfinninganæm, þið verðið að vita ykkar hlutverk er AÐ VERA TIL STAÐAR.

Ósexý kona og ótti við að barnið meiði sig…

Margir karlmenn halda að konan eða barnið muni meiða sig við kynlíf. Staðreynd: Barnið mun ekki meiða sig. Konan mun ekki meiða sig ef meðgangan er eðlileg og þið eruð ekki í stellingu sem kremur bumbuna. (Komum að bestu stellingunum síðar.)

Mörgum karlmönnum finnst konan ekki eins kynþokkafull þegar bumban stækkar, leggirnir þrútna og skapvonskan jafnvel lætur á sér kræla. En fyrir alla muni þú mátt EKKI LÁTA HANA VITA ÞAÐ. Það er mjög líklegt að konunni þinni finnist hún hræðilega ósexý, stór og þung en það er hlutverk þitt að koma fram við hana eins og svo sé ekki, hrósaðu henni óspart, knúsaðu, nuddaðu þrútna fæturna og sýndu henni hlýju. Ef hún er til í kynlíf þá stendur þú þína pligt, þetta er ennþá konan sem þú varst hrifin af og nú gengur hún með barnið þitt svo þú hefur í raun miklu meira að elska en áður.

Ekki vera ýtin

Ef konan þín er svo heppin að þér finnst hún dásamlega falleg og sexý þrátt fyrir óléttuna og þig langar í jafnmikið, ef ekki meira, í kynlíf en áður þá getur samt verið að hún vilji það alls ekki. Þú verður að virða það, ekki vera ýtinn, láttu hana vita að þú viljir hana án þess að vera svo ýtinn að hún fær samviskubit og líður illa yfir að langa ekki í kynlíf. Það er margt sem veldur því, hormónabreytingar, verkir, óöryggi en umfram allt þá vill kona þín hlýju þó hún vilji ekki kynlíf.

Þú verður að taka utan um hana, strjúka bumbunni og sýna eins og ég sagði áðan að ÞÚ ERT TIL STAÐAR. Það eru engar afsakanir til fyrir því að vera fráhverfur og sjálfselskur í þessum aðstæðum, konan gengur með barnið þitt, það er eitt það merkilegasta sem ein manneskja getur gert fyrir aðra manneskju!

Vilja báðir aðilar kynlíf?

Vindum okkur þá að stellingum sem henta óléttum best, lykillinn að þeim er að kremja ekki bumbuna og hossast ekki mikið

  1. Konan ofan á, þá stjórnar hún ferðinni. Þessi er góð hvort sem þið snúið að hvort öðru eða hún frá, (við það breytist örvunarsvæðið)
  2. Við rúmendann (borðendann, sófabrúnina) karlinn stendur við brúnina og hún liggur með fætur utan um þig eða upp í loft.
  3. Skeiðin. Hugguleg stelling þar sem þið liggið á hlið og snúið í sömu átt, karlinn fyrir aftan konuna.
  4. Aftan frá. Bæði standandi og hún hallar sér upp við rúmið. Ef hún vill liggja þá getur hún verið á hnjánum og stillt púðum upp sem stuðning við bumbu.

kynlíf á meðgöngu

SAMSKIPTI

Ég vildi að ekki þyrfti að segja karlmönnum þessa mjög svo einföldu hluti en það virðist á mörgum sviðum sem karlmenn hafa ekki þróast nóg þrátt fyrir aukið jafnrétti og jöfn hlutverk kynjanna.

Í þessa 9 mánuði sem konan þín er ólétt ber þér umfram allt að vera til staðar fyrir hana og ófætt barn ykkar. Hún drekkur ekki, reykir ekki og hefur takmarkaðan áhuga og orku til að stunda glaum og gleði, sýndu henni þá virðingu og samstöðu að sleppa þessu líka eða gera í mjög góðu hófi með hennar samþykki.

Ef hún er tilfinninganæm og leið og finnst hún feit, ljót og orkulaus, reyndu þá að setja þig í hennar spor og segðu umfram allt að hún sé ekki feit eða ljót, bara meira falleg og aðeins stærri en það er allt í lagi, bara tímabundið ástand.

bumba3Karlmaðurinn hefur ekki leyfi til að fara í sjálfsvorkun yfir ástandi konunnar meðan á þessu tímabili stendur, það er hún sem er að lifa þessar tilfinningar og líkamsbreytingar.

Sjálfsagt er mjög erfitt að þola ef konan er skapstygg og viðskotaill, kvartar undan öllu og lætur allt fara í taugarnar á sér. Aftur, greyið hún að vera með hormóna sem láta hana líða svona illa, ekki taka það inn á þig heldur frekar að sýna hinn vangann, vera góður við hana, gefa henni blóm, nudd eða elda góðan mat, það er sennilega besta leiðin til að henni líði betur og fari í framhaldinu að mildast gagnvart þér.

Ef mamman er hamingjusöm, þá er barnið hamingjusamt í bumbunni.

Fóstur skynja tilfinningar; stress, ótti og reiði getur haft áhrif á líðan þess. Þó konan sé kannski að gera þig vitlausann, máttu ekki missa þolinmæðina, vertu góður barnsins vegna, hennar vegna og ykkar vegna.

Niðurstaða:

  • Vertu til staðar, sýndu tillitssemi og umhyggju.
  • Lykillinn að góðu kynlífi eru góð samskipti.

TENGDAR GREINAR:

  1. SAMSKIPTI: Feng Shui-aðu til þín ástina Ef þú ert ein eða einn af þeim sem eru...
  2. LAUSNIN: Ber ég ábyrgð á líðan minni? Hver og ein manneskja ber ábyrgð á líðan sinni og...
  3. SUNNUDAGSLESTUR: Nánd, knús og kynlíf í nýjum samböndum Flest fólk hefur þörf fyrir kynlíf. Stundum bara nánd, snertingu...
  4. HEILSA: 29 skapandi leiðir Það að vera skapandi getur hjálpað þér að vera betri...
  5. ANDLEGA HLIÐIN: Áhrifavaldarnir í lífi mínu í dag? Einn verulega góður og traustur vinur getur verið þér meira...
  6. ANDLEGA HLIÐIN: Kvíðir þú morgundeginum? Það er óþarfi… Flestir kannast við það að kvíða einstaka sinnum fyrir einhverju...
Total
0
Shares
Share 0
Tweet 0
Pin it 0
Share 0
Tögg
  • #andlegahliðin
  • #lífsstíll
  • #sambönd
Bella Baldurs
Bella Baldurs

Bella Baldurs hefur mikinn áhuga á persónulegum þroska, samskiptum, samböndum, ástarmálum, deitmálum og kynlífi. Hún hefur farið á 50 sjálfshjálparnámskeið, lesið þúsund bækur um andlegan þroska og byrjar hvern dag á innhverfri íhugun áður en hún fær sér rafsígarettu í munnstykki og tvöfaldan espresso. Bella er ekkert að skafa af því, hún er alltaf hún sjálf og þú getur líka sagt henni allt. Hún dæmir engan. Bella tekur á móti skilaboðum á: pjatt (hja) pjatt.is

Nýlegt efni
Lesa meira
  • Samskipti

7. desember: „Ég má þetta!”

  • 7. desember, 2019
  • Ritstjórn Pjatt.is
Lesa meira
  • Heimili

Jólakransar á útidyrnar – 26 MYNDIR

  • 6. desember, 2019
  • Ritstjórn Pjatt.is
Lesa meira
  • Samskipti

6. desember: Hafðu kollinn í núinu

  • 6. desember, 2019
  • Ritstjórn Pjatt.is
Lesa meira
  • Samskipti

5. desember: Vertu þú sjálf/ur

  • 5. desember, 2019
  • Ritstjórn Pjatt.is
Lesa meira
  • Menning

4. desember: Gerðu hamingjuna að forgangsatriði

  • 4. desember, 2019
  • Ritstjórn Pjatt.is
Lesa meira
  • Menning

3. desember: Vertu heiðarlegri við sjálfa/n þig og aðra

  • 3. desember, 2019
  • Ritstjórn Pjatt.is
Lesa meira
  • Samskipti

2. desember: Greindu vandamálin þín

  • 2. desember, 2019
  • Ritstjórn Pjatt.is
Lesa meira
  • Bakstur & brauð
  • Uppskriftir

Pepsi kaka sem tryllir lýðinn!

  • 1. desember, 2019
  • Ritstjórn Pjatt.is
Byrjaðu nú að njóta líðandi stundar. Hvað er að gerast hjá þér NÚNA? 0 0
Byrjaðu að vera þú sjálf eða þú sjálfur, heilt og í gegn, alla leið. 4 1
Á Pjatt.is teljum við niður til áramóta út desember með stuttum hugleiðingum sem bæta lífið og tilveruna. Út frá þessum hugleiðingum getur þú til dæmis sett þér markmið eða nýjar áherslur fyrir nýja árið sem er framundan. 1 0
Við teljum niður til áramóta út desember með stuttum hugleiðingum sem bæta lífið og tilveruna. Út frá þessum hugleiðingum getur þú til dæmis sett þér markmið eða nýjar áherslur fyrir nýja árið framundan. 3 0
“Á leið okkar um lífið eigum við í margskonar samböndum við fólk, bæði maka, fjölskyldu, vini og vinnufélaga. Við komumst á séns, eigum vini og vinkonur, foreldra og systkini og öll þessi sambönd eru ólík á sinn hátt. Þau bjóða upp á möguleika þess að við þroskumst og blómstrum sem einstaklingar, fáum aukið sjálfstraust, njótum lífsins betur og verðum sterkari. Þessi sambönd eru heilbrigð. 10 0
Höfundur lags: Magnús Kjartansson 4 0
Smartland
  • Obama splæsti í nýtt hús fyrir jólin
    on 6. desember, 2019 at 22:17

    Obama-hjónin gleðjast ekki […]

  • Gaf Sigurjóni jólakortið frá Ólafi Ragnari Grímssyni
    on 6. desember, 2019 at 20:00

    Jón Gnarr gaf Sigurjóni […]

  • Ásdís Rán ætlar að „pimpa“ eina heppna upp
    on 6. desember, 2019 at 18:00

    Ásdís Rán […]

Lemúrinn
  • Regnbogi yfir ‘Viking Mall’: Stórskemmtilegar Íslandsmyndir bandarísks hermanns frá 1983 til 1984
    by Helgi on 6. desember, 2019 at 18:48

    Maður er nefndur Roger L. Goodman. […]

  • Hinn dularfulli eiginmaður Dolly Parton
    by Ritstjorn on 2. nóvember, 2019 at 15:36

    Carl Dean, þá 24 […]

  • Gullstyttan af Maó, 2016
    by Ritstjorn on 2. nóvember, 2019 at 14:54

    Maóaðdáendur í […]

Hámarksheilsa
  • Frelsi til að velja
    by Hámarksheilsa on 18. september, 2019 at 17:24

    The post Frelsi til að velja […]

  • Graskerssúpa með reyktum keim
    by Hámarksheilsa on 3. september, 2019 at 10:50

    The post Graskerssúpa með […]

  • Að sleppa takinu
    by Hámarksheilsa on 18. júlí, 2019 at 07:32

    The post Að sleppa takinu appeared […]

Leita
Pjatt.is
Pjatt.is / kt: 660912-0450 / pjatt@pjatt.is

Input your search keywords and press Enter.