Allar viljum við forðast að lenda í sambandi við svokallaðan flagara.
Flagarar eru fagurgalar sem nærast á athygli kvenna en hafa lítið að gefa á móti annað en fögur orð og fyrirheit. Þeir segjast jafnvel elska þig af því þeim líður sjálfum svo vel að finna viðbrögðin þín þegar þeir segja það, en innistæðan er engin.
Ein vísbending um að maðurinn sem þú ert að hitta sé ekki allur þar sem hann er séður er pukur með gsm símann.
Tölum ekki um ef hann fær símtöl eða sms á nóttunni og fer svo í næsta herbergi til að svara, eða grípur alltaf símann um leið og það heyrist í honum til að þú sjáir ekki hver var að hringja. Ef hann hegðar sér svona eru verulega góðar líkur á að maðurinn hafi eitthvað að fela. Sirka 99%
Ekki falla fyrir útskýringum um að þetta tengist vinnunni eða hafi verið einhver frænka. Þær hringja ekki á nóttunni.
Yfirleitt er magnið af sms-um sem hann sendir líka í góðu samræmi við konurnar sem hann er í sambandi við.
…Forðaðu þér!
Bella Baldurs hefur mikinn áhuga á persónulegum þroska, samskiptum, samböndum, ástarmálum, deitmálum og kynlífi.
Hún byrjar hvern dag á núvitundaræfingu áður en hún rúllar sér sígarettu og hellir upp á tvöfaldan espresso.