Það er algengt að par sem er í turtildúfuleik fari saman út að borða, eða jafnvel hittist í hádeginu og grípi einn lunch saman, bara til að geta stungið saman nefjum eins oft og það getur.
Hér að neðan eru nokkrar tegundir af mat sem er gott að FORÐAST á fyrsta deiti og eru ástæðurnar þessar:
SUSHI
Þú heldur kannski að SUSHI sé hin fullkomna máltíð til að fá þér með sæta stráknum sem situr fyrir framan þig ? Ó nei! Annaðhvort þarftu að stinga öllum matnum upp í þig þannig að þú ert með kúfullan munninn af mat að reyna að tjá þig, eða þú ferð að reyna að bíta bitann í sundur -ekki smart!
SPAGETTI
Já nei… myndin með hundunum tveim sem eru að borða kjötbollurnar er voða rómó, en þegar þú ert á fyrsta deiti og ert að borða með manninum sem þú vilt vera sæt fyrir, þá er ekki málið að vera með tómatsósu út um allar kinnar.
HVÍTLAUKUR
Sumir þola hvítlauk voða vel, einhvernvegin eru með eitthvað gen sem gerir það að verkum að anga ekki. En ef þig langar í koss á enda stefnumótsins, þá er bara best að geyma hvítlauksbrauðið og hvítlausksveppina. Borða þá bara seinna.
BURRITOS
Þegar ég borða Burritos fer allt út um allt! Lekur niður hendurnar á mér, ég missi helminginn á diskinn minn og allt verður einhvernvegin einn stór subbuskapur. Þannig að ekki hittast í Kringlunni í lunch og kaupa Serrano, það gerir þú bara með vinkonu þinni þegar þið farið að slúðra um deitið.
SALAT
Neiii.. Neiii… þig langar í eitthvað annað en salat þegar þér er boðið út að borða. Skyldu megrunina eftir heima og NJÓTTU ÞESS!
PINNAMATUR
Matur á pinnum, það hljómar ekki svo slæmt. Frekar svona smekklegt, litlir skammtar, hægt að narta í þá. WHY NOT ? Jú því hefur þú aldrei lent í því að ná almennilega kjötinu ekki af pinnanum og ert næstum því búin að berja næsta mann í andlitið við að reyna að ná helv… kjúklingnum af pinnanum! Þess vegna á maður að FORÐAST pinnamat. Þú grettir þig, bograr yfir pinnanum og gefur frá þér allskonar hljóð við átökin. Margt þokkafyllra en það.
Og þá hefur þú það… nú er bara finna út hvað er þá eftir á matseðlinum…
Myndir fengnar að láni frá http://collegecandy.com/
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.