Þegar samskipti kynjana eiga í hlut eru ótal reglur sem hafa þarf í huga.
Það má ekki sýna of mikinn áhuga en heldur ekki sýna of lítinn áhuga, ekki segja þetta og ekki segja hitt, ekki sofa saman fyrr en eftir visst langan tíma og svo má lengi telja. Ef farið er eftir öllum reglum á leikurinn að ganga upp og allir enda hamingjusamir?
Sjálfsagt virkar þetta oft þannig en eru tilfinningarnar þá virkilega til staðar frá byrjun? Hugsaðu útí það. Lærðu að þekkja muninn á þráhyggju og þrá!
Bella dagsins varð einu sinni voða skotin í manni, ákvað að vera frökk og “meika fysta múvið”. Við fórum á deit og sváfum saman á fyrsta deiti og hann hringdi í mig strax daginn eftir.
Þarna voru ansi margar “reglur” brotnar. Við vorum saman í mörg ár. Hrifningin og virðingin var til staðar, það er það sem skiptir máli. Ekki neinar reglur!
Hafðu þetta líka í huga.
Bella Baldurs hefur mikinn áhuga á persónulegum þroska, samskiptum, samböndum, ástarmálum, deitmálum og kynlífi.
Hún byrjar hvern dag á núvitundaræfingu áður en hún rúllar sér sígarettu og hellir upp á tvöfaldan espresso.