Þetta ráð er stutt, einfalt og áhrifaríkt.
Ekki eltast við karlmenn!
Karlmaðurinn er í eðli sínu þannig að hann flýr það sem eltist við hann og eltir það sem flýr frá honum. Eða það vildi allavega heimspekingurinn Voltaire meina þegar hann sagði:
‘The instinct of a man is to pursue everything that flies from him, and to fly from all that pursue him’.
Í upphafi sambands skaltu forðast að vera fyrri til að hringja, nema það sé alveg nauðsynlegt. Láttu hann hafa svolítið fyrir þessu, ef hann gerir það ekki þá hefur hann að öllum líkindum ekki nógu mikinn áhuga.
Og þú vilt örugglega ekki vera með manni sem treystir sér ekki til að ná í það sem hann langar í. Ef hann treystir sér ekki til að eltast við þig er líklegt að hann treysti sér heldur ekki í ýmislegt annað.
Allt of margar konur klikka á þessu. Segjast ekki “nenna leikjum” og svo framvegis. Þetta er bara ekki leikur heldur lögmál. Lögmálið um eðli karla.
Ef þig langar að vera með honum skaltu gefa honum til kynna að þú hafir áhuga en láta hann svo sjá um að draga þig að landi…
Bella Baldurs hefur mikinn áhuga á persónulegum þroska, samskiptum, samböndum, ástarmálum, deitmálum og kynlífi.
Hún byrjar hvern dag á núvitundaræfingu áður en hún rúllar sér sígarettu og hellir upp á tvöfaldan espresso.