Hver og einn á sitt uppáhalds tjáningarform og eru húðflúr það tjáningarform sem felur í sér hvað mesta skuldbindingu. Þegar þú hefur flúrað þig, þá snýrðu þeim prósess ekkert við nema punga út háum upphæðum og upplifa mikinn sársauka.
Þessvegna er það mjög vinsælt hjá pörum að flúra eitthvað sem minnir á hina ódauðlegu ást sem tengir þau saman með misgáfulegum árangri…
Ég persónulega kem aldrei til með að fá mér svoleiðis tattú þar sem mín lukka í þessum málum bara hreinlega býður ekki upp á að ég storki henni með einhverju svoleiðis steitmenti- það væri fullkominn dauðadómur á sambandið. Samt sem áður finnst mér rosalega gaman að skoða flúr þeirra sem láta vaða og ákvað að setja saman smá gallerý sem inniheldur þau flúr sem mér finnst sniðugust. Þau eru alveg jafn krúttleg og flott hvort sem þau standa ein eða eru með hinum helmingnum og gætu þessvegna lifað af sambandsslit.
Sum af þessum flúrum eru alfarið fyrir elskendur, en sumar hugmyndirnar gæti ég tildæmis alveg hugsað mér að nota með systur minni- ég hvort eð er sit uppi með hana og er þessvegna ekki að storka neinum örlögum með að hnýta okkur fastar saman!
Hrafnhildur, eða Krummi, er mamma, förðunarfræðingur, leikkona, kærasta, systir, dóttir, handverkskona og listakona svo fátt eitt sé nefnt. Ung flutti hún frá Sauðárkróki til Reykjavíkur þar sem hún lærði förðunarfræði en seinna flutti hún til Alabama, USA þar sem hún lærði leiklist. Eftir nokkur ár í Bandaríkjunum lá leið hennar aftur til Sauðárkróks og hún er því rödd landsbyggðarinnar á meðan pjattrófa. Hrafnhildur er fædd 21. febrúar árið 1980 og er fiskur.