Ég hef alltaf hlustað mikið á álit annarra, aðeins of mikið kannski? Ég byrja að hitta strák en mynda mér ekki almennilega skoðun á honum fyrr en vinkonur mínar eru búnar að fá að mæla hann fram og til baka.
Einu sinni var ég að hitta alveg guðdómlega fallegan strák og allar vinkonur mínar slefuðu yfir honum. Það fannst mér auðvitað voða gaman. Því miður tók það mig langan tíma að átta mig á að hann var hundleiðinlegur og við pössuðum engan vegin saman. Þetta tók mig of langan tíma að fatta, einfaldlega af því ég var að hlusta á það sem öðrum fannst, ekki það sem MÉR fannst.
Ég hef það fyrir reglu að segja aldrei neitt slæmt um útlit eða persónuleika þess sem vinkonur mínar eru hrifnar af. Maður veit aldrei hversu mikil áhrif það getur haft.
Ef hún er hrifin af honum hlýtur hún að sjá eitthvað í honum og þá á ekki að skipta máli hvað þér finnst. Hér kemur hvít lygin sterkt inn! Ég er nú samt ekki að tala um ef maðurinn heldur framhjá og reynir að lifa á peningunum hennar, aðeins persónuleika og útlit.
Fólk er mismunandi með mismunandi smekk og munum að draslið þitt getur orðið djásnið mitt, og öfugt.
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.