Af hverju er það svo að við finnum samstundis fyrir tengingu við ákveðna manneskju en aðra ekki? Af hverju er eins og við höfum þekkt viðkomandi til fjölda ára eftir aðeins hálftíma spjall?
Hvað varðar ástarsambönd þá hefur “ást við fyrstu sýn” gjarnan verið notað í þessu samhengi.
Rannókn frá 2010 gerð af Stephanie Ortigue, prófessor við Syracuse University, leiddi í ljós að það þarf ekki nema 1/5 úr sekúndu til að verða ástfangin og þegar við verðum ástfangin upplifum við sömu ýktu tilfinningar og kókaín kallar fram. Einnig verður vitsmunalegi hluti heilans fyrir áhrifum þegar við föllum fyrir einhverjum.
Ortigue staðfestir að það sé heilinn sem stjórnar því að við verðum ástfangin en hann sendir boð til hjarta og maga sem veldur því að við finnum fyrir þessum víðfrægu fiðrildum.
Til eru vísindamenn sem vilja meina að “ást við fyrstu sýn” megi rekja til frummannsins en í þá tíð var lífsævin töluvert styttri og þar af leiðandi lítill tími til að kynnast og samþykkja maka.
Helen Fisher er mannfræðingur sem hefur til margra ára rannsakað ást. Hún hefur haldið fyrirlestra um rannsóknir sínar og þá meðal annars hjá TED. Hér má sjá einn af fyrirlestrum hennar þar sem hún leitast eftir því að svara spurningunni: “Why do we fall in love with one person rather than another?”
Fisher heldur því fram að við séum víruð á þann hátt að oft þurfum við ekki nema þrjár mínútur til að vita hvort að einhver sé kjörinn maki fyrir okkur eða ekki. Ef við finnum samstundis fyrir tengingu þá mælir hún með því að við “kýlum á það”.
Hraðstefnumót (e. speed dating) eru víst ekki bara ætluð þeim uppteknu.
Í rannsókn frá Ohio State University kemur fram að innan tveggja mínútna hafði fólk gert upp hug sinn varðandi hvort annað og eftir níu vikur höfðu samböndin þróast á svipaðan hátt og það sjálft hafði spáð fyrir um þegar þau hittust í upphafi.
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.