Já stelpur við þekkjum þá flestar, strákana sem við vitum að hafa slæm áhrif á okkur en komumst samt ekki hjá því að falla fyrir.
Nú er búið að rannsaka ástæðuna fyrir þessu aðdráttarafli.
Rannsókn frá árinu 2011, gerð af Columbia, sýndi fram á að strákar sem vilja fanga athygli stelpna ættu að sleppa því að brosa. Fram kom að konur heilluðust frekar af hrokafullum, þöglum „slæmum strákum“ heldur en „góðum strákum“.
Þó að oftast sé litið á bros sem stóran þátt í því að koma vel fyrir sýndi rannsóknin aftur á móti fram á það að menn og konur bregðast engan veginn eins við brosi.
Rúmlega 1.000 fullorðnir einstaklingar tóku þátt í rannsókninni og voru beðnir um að gefa hundruðum ljósmynda af hinu kyninu einkunn hvað varðar kynferðislegt aðdráttarafl. Ljósmyndirnar voru af fólki sem sýndu gleði, stolt, og skömm.
Yfir heildina völdu stelpurnar ljósmyndir af strákum sem litu út fyrir að vera stoltir, mislyndir eða skömmustulegir. Strákarnir völdu aftur á móti ljósmyndir af stelpum sem litu út fyrir að vera hamingjusamar og heilluðust minnst af þeim sem virtust stoltar og með sjálfstraust.
Getgátur voru uppi um það að konum gæti fundist stoltir menn heillandi af því að stolt gefur til kynna stöðu/metorð, hæfni og getu til að sjá fyrir maka og afkvæmi. Einnig hafa fyrri rannsóknir tengt saman gjörðina að brosa við skort á valdi eða yfirráði.
Tekið skal fram að aðeins var rannsakað kynferðislegt aðdráttarafl kvenna að karlmönnum en ekki hvort að þeir væru efni í góðan maka.
Þessa menn þarf vart að kynna…
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.