Skilgreining á “fávita” – Hann segir alltaf að þú sért sæt eða flott, ekki falleg.
- Hann segir aldrei neitt um persónuleika þinn.
- Hann segist ætla að hringja en gerir það ekki (eða gerir það kl. 6 á sunnudagsmorgni dauðadrukkinn).
- Hann sefur hjá þér og hefur síðan ekki samband aftur en lætur þig halda að hann ætli að gera það … og svo framvegis, meðan þú býst við öðru.
Við könnumst allar við týpuna, höfum allar deitað hann eða þekkjum einhverja sem hefur gert það.
Að deita fávita getur verið erfitt, því jú oftast vill maður mest það sem maður getur ekki fengið. Við verðum alveg kolruglaðar í hausnum og endum oftast með brotið hjarta.
Ef við erum að hitta mann sem er með orðspor sem “fáviti” megum við ekki gleyma að fólk getur breyst.
Ég heyrði einu sinni setninguna:
“Fávitar eru bara fávitar þangað til þeir hitta réttu stelpuna”.
Bella dagsins er bara nokkuð sammála þessari setningu. Ég þekki nokkra menn, eða fávita, sem hafa farið mjög illa með stelpur þar til þeir urðu ástfangnir.
Það geta allir orðið ástfangnir.
Gefum ástinni séns. Alltaf. Jafnvel þó við endum með brotið hjarta. Það er oftast þess virði á endanum.
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=rMqayQ-U74s[/youtube]Bella Baldurs hefur mikinn áhuga á persónulegum þroska, samskiptum, samböndum, ástarmálum, deitmálum og kynlífi.
Hún byrjar hvern dag á núvitundaræfingu áður en hún rúllar sér sígarettu og hellir upp á tvöfaldan espresso.