Við vitum að það er ekki sjálfgefið að vera í góðu sambandi. Þetta er vinna vinna vinna og auðvitað þarf að mæta í vinnuna og vera til staðar. Taka eftir því hvað er að gerast og reyna að skila sínu af sér með metnaði og vandvirkni. Hér eru nokkur atriði sem hjálpa þér að næra sambandið þitt og rækta.
1. Ekki blanda öllu saman í rifrildum
Það er fínt að rífast stöku sinnum og fara í fýlu en alls ekki tengja ólík mál saman þegar þið rífist. Þannig á rifrildi um peninga t.d. ekki að snúast upp í rifrildi um að þið gerið ekki nógu mikið saman, tiltektir eða krakkana. Vertu sanngjörn og ekki byrja setningar á “þú”.
2. Fagnið sigrum hvors annars
Vissir þú að leikkonur sem hafa fengið óskarinn í hendurnar eru 63% líklegri til að skilja við menn sína en hinar?
Og svo er það hitt að 60% allra sem hafa verið tilnefndir hafa skilið einu sinni eða oftar. Kannski er þetta normið hjá okkur hinum líka en gættu þess bara að láta ekki velgengni stíga þér til höfuðs. Skyndileg velgengni getur verið álag á sambönd og karlar sem eiga árangursríkar konur eiga oft til að finnast sér ógnað. Hvetjið hvort annað áfram í stóru sem smáu og aukið þannig líkurnar á góðu sambandi.
3. Vertu róleg á Facebook
Rannsóknir hafa sýnt fram á að þeir sem eru hvað uppteknastir á Facebook og Twitter eru líklegri til að eiga í stuttum samböndum en hinir. Sirka 10% styttri. Það er ekkert rosalega rómó að stara á snjallsímann öllum stundum eða hanga í tölvunni. Vertu frekar kósý með kæró.
4. Láttu eins og þið séuð að kynnast
Eftir að hafa verið saman í sex mánuði eða sex ár skuluð þið prófa einn dag þar sem þið látið eins og þið hafið bara verið að kynnast. Spurðu hann hvaða sjónvarpsþætti hann fílar eða hvað hann myndi gera við risastóran lottóvinning. Eftir því sem líður á sambönd hætta pör að forvitnast svona um hvort annað af því þau halda að þetta sé bara komið. Svo er ekki. Þetta er aldrei “komið”. Við erum öll alltaf að breytast.
5. Farið sparlega með Jennifer Aniston og Asthon Kutcher
Ef þessi tvö birtast reglulega á sjónvarpsskjánum hjá ykkur gæti hætta stafað að sambandinu. Rómantískar gamanmyndir setja oft af stað óraunhæfar væntingar hjá pörum. Væntingar sem geta bara leitt af sér endalaus vonbrigði og særindi. Að miða sig við einhverjar draumamyndir er uppskrift að að ömurleika. Auðvitað er svolítið gaman að flýja stundum í svona myndir en það má bara vera stöku sinnum og þú átt að horfa á þær eins og Disney myndir.
6. Ekki drekka fleiri en fjögur glös
Öll sambönd verða bæði hrist og hrærð af of miklu áfengi en rannsóknir sýna að ungt fólk sem drekkur mjög mikið (þ.e. meira en fjóra drykki samfellt fyrir konur og fimm eða fleiri fyrir karlmenn) eru líklegri til að giftast ekki eða eiga í stuttum samböndum. Einnig eru þessir einstaklingar líklegri til að skilja en þeir sem ekki drekka. Partýfólkið er hugsanlega líka sambandsfælnara en aðrir tila ð byrja með og svo þegar komið er í samband þá er það ekki sérlega stabílt. Ef þig langar að vera í traustu og nánu sambandi þarftu stöðugt á góðri dómgreind að halda og hún á það til að hverfa þegar áfengið er haft um hönd. Því er réttast að nota það sparlega.
7. Brennið brjóstahaldarana – saman
Að sögn sérfræðinga hjá Ruters Háskólanum í New Jersey er feminismi gefandi í heilbrigðum samböndum. Ef karlinn er jafnréttissinnaður er líklegra að sambandið gangi vel og karlmenn sem eiga jafnréttissinnaðar konur eru oftar en ekki kynferðislega fullnægðari en hinir. Karl sem er jafnréttissinnaður er mikið líklegri til að standa við bakið á sinni konu og hjálpa henni að ná sínum markmiðum í lífi og starfi. Að sama skapi stendur honum engin ógn af metnaði eiginkonunnar. Svo eru jafnréttissinnaðar konur oft líklegri til að eiga frumkvæði að kynlífi og það kvarta fæstir yfir því.
8. Svitnið í lakið að minnsta kosti vikulega
Það er talað um að flest pör stundi kynlíf tvisvar til þrisvar í mánuði en það þarf að fjölga þessu um a.m.k. eitt skipti svo að sambandið blómstri betur. Það er ekki bara kynlífið sem bætir sambandið heldur er það einnig nándin og tengingin sem því fylgir. Þannig að… drífa sig í rúmið gott fólk!
Bella Baldurs hefur mikinn áhuga á persónulegum þroska, samskiptum, samböndum, ástarmálum, deitmálum og kynlífi.
Hún byrjar hvern dag á núvitundaræfingu áður en hún rúllar sér sígarettu og hellir upp á tvöfaldan espresso.