SAMBÖND: 8 hlutir sem þú skalt hreinsa úr tölvunni þinni NÚNA

SAMBÖND: 8 hlutir sem þú skalt hreinsa úr tölvunni þinni NÚNA

person-woman-hotel-laptop

Ef þú ert komin á fast, eða jafnvel bara byrjuð að deita nýjan mann/strák og það er orðið alvarlegt þá skaltu íhuga að taka aðeins til í tölvunni þinni.

Bestu samböndin eru þau þar sem enginn þarf að fela neitt. Sambönd þar sem allt er uppi á borðum. Það er samt óþarfi að glenna fortíðina framan í nýja makann svo þú byrjar á því að hreinsa út úr tölvunni, spjaldtölvu, síma…

1. KLÁMIÐ

Ef þú varst eitthvað að forvitnast að skoða klám þegar þú varst ein þá skaltu í guðanna bænum hreinsa það allt í burtu strax. Þú vilt ekki að hann fari í tölvuna þína til að slá eitthvað upp á Já.is og rekist á dónaskapinn sem þú stúderaðir í mjög svo vísindalegum tilgangi áður en þið fóruð að vera saman.

2. FACEBOOK MESSENGER

Renndu í gegnum þetta og eyddu út öllu spjalli sem tengist ástarlífi þínu. Þú vilt alls ekki að framtíðarástin í lífi þínu rekist á þetta með neinum hætti. Hvort sem er óvart eða í einhverju óöryggiskasti. Orð á skjá geta bæði þýtt allt og ekkert en bara þú veist hvað mikil merking er í þeim svo til að forðast misskilning skaltu bara stroka allt út.

3. MYNDBÖND

Hvort sem er af þér og fyrrverandi að gera eitthvað dónalegt eða bara þér og fyrrverandi í labbitúr. Það er ekkert meira þreytandi en tal um fyrrverandi, hvað þá að rekast á vídeó, – og hvað þá kynlífs!

4. MYNDIR

Æ, eyddu þessu öllu út. Hentu þeim. Það er enginn tilgangur með því að hanga í sentimental dóti sem tengist fyrrverandi. Þið eruð hætt saman og það stendur ekki til að byrja saman aftur svo láttu þetta hverfa.

5. TAGGAÐAR MYNDIR

Það er kannski fullt af gömlum djammmyndum á Facebook, myndum sem aðrir hafa taggað þig á. Það flippa allir svolítið hressilega út meðan þeir eru á lausu en það er óþarfi að minna nýja kærastann endalaust á hvað þú varst villt þegar þú varst á lausu. Hvað þá að hafa myndir af því uppvið. Þetta kallar bara á óþarflega þreytandi samtöl um fortíðina.

6. DESKTOP MYNDIN

Hvað með að breyta henni í eina sæta af þér og kæró?

7. SAMBANDS STATUS

Allir komast einhverntíma á þann tímapunkt að sambands statusinn á Facebook verður ræddur. Talið um það áður en þið breytið honum svo að allir séu í takt. Ekki bíða of lengi með það, og ekki láta hann bíða of lengi með það heldur. Þú mátt heldur ekki vera með æsing. Þetta þarf allt að smella saman.

8. WORD

Skrifaðirðu fyrrverandi bréf? Eyddu því NÚNA. Eyddu líka öllum tölvupóstum sem fóru á milli ykkar.

Gleðilega framtíð og reyndu nú að haga þér vel 😉

 

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest