Sambönd: 4 hlutir sem gera karlinn þinn aðeins hamingjusamari

Sambönd: 4 hlutir sem gera karlinn þinn aðeins hamingjusamari

happykall

Margir halda að það sé heilmikið mál að gera sambandið aðeins betra. En það þarf ekki að vera það.

Stundum eru það bara pínulitlir hlutir sem gera lífið mikið, mikið betra, skemmtilegra og fallegra. Hlutir sem kosta ekkert og krefjast ekki áreynslu.

1. Bjóddu góðan daginn

Í stað þess að leggjast á snooze takkann og rjúka svo fram úr skaltu prófa að snúa þér að maka þínum og bjóða góðann daginn með kossi á kinn. Rannsóknir hafa sýnt að pör sem gera þetta upplifa sig frekar í góðu sambandi en hitt.

2. Þakkaðu fyrir það sem oft þykir sjálfssagt

Sumt gerir maður fyrir maka sinn (nudda fætur, koma með kaffi í rúmið) og annað er gert fyrir sambandið (fara út með ruslið eða út að labba með hundinn).

Við munum oftast að þakka fyrir það sem gert er fyrir mann persónulega en hitt vill gleymast. Næst skaltu þakka makanum fyrir að koma við í bakaríinu eða gera það sem þjónar hagsmunum beggja aðila í sambandinu.

3. Hrósaðu karlinum

Karlmenn biðja sjaldan um hól vegna útlitsins og ólíklegt er að þeir spyrji hvernig bumban komi út í skyrtunni. Þó að þeir láti óöryggi sítt síður í veðri vaka er allt í lagi að kona styrki sjálfsmynd mannsins síns með því að segja honum að þér finnist hann flottur, duglegur og fínn.

4. Ekki grípa fram í fyrir makanum

Rannsóknir hafa sýnt fram á að karlmönnum finnst alveg jafn gaman að spjalla um heima og geima og konum. Þeir eiga það hinsvegar til að þagna þegar oft er gripið fram í fyrir þeim. Þetta sama á við um konur.

Ekki gera ráð fyrir því að þú vitir alltaf hvað makinn ætlar að segja næst. Prófaðu að hlusta og leyfa honum eða henni að tala út. Það hefur góð áhrif á sambandið.

Þetta er ekki flókið. Prófaðu að byrja á þessu bara núna og taktu eftir því hvað breytist.

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest