1. HAMINGJAN VERÐUR EKKI TIL AF SJÁLFU SÉR, ÞÚ ÞARFT AÐ HAFA FYRIR ÞESSU
Amma þín og afi hafa kannski virkað sem hamingjusamasta par í heimi en þá máttu vita að þau hafa eflaust haft talsvert fyrir þessu. Það kemur ekki af sjálfu sér að vera í hamingjuríku sambandi. Við þurfum að læra á sambandið, setja okkur í spor makans, sinna eigin þörfum og leita markvisst að jafnvæginu þar til það kemur. Við þurfum líka að hafa plan sem hjálpar okkur að mæta lífstílsbreytingum, breyttum þörfum og jafnvel áherslum. Nútímaparið vill nánd og fullnægjandi samband. Það kemur ekki án þess að fyrir því sé haft.
2. FORÐASTU AÐ HEFJA SETNINGU Á ORÐINU “ÞÚ”
Gerðu tilraun sem felst í því að þú byrjar setninguna á að segja “ég” en ekki “þú”. Finndu hvernig orkan breytist. Þegar við byrjum setningu á orðinu “þú” á makinn erfitt með að heyra hvað við erum í raun og veru að segja af því hann notar kraftana í vörnina. Að byrja of margar setningar á því að segja “ÞÚ” vekur upp varnarviðbrögð enda virkar þetta eins og ásökun. Lærðu frekar að segja “ég” og tala svo í einlægni út frá eigin brjósti í stað þess að gagnrýna makann. Þannig hljómar betur að segja “Ég verð svo stressuð þegar þú ert lengi á leið heim úr vinnunni” í stað þess að segja “Þú gerir út af við mig með því að vera svona seinn”.
3. OPNAÐU ÞIG OG TALAÐU UM TILFINNINGAR ÞÍNAR VIÐ MAKANN EÐA MISSTU SAMBANDIÐ
Flestum hefur verið kennt að segja ekki neitt ef við getum ekki sagt eitthvað fallegt. Þetta er almennt gert af tillitsemi og jafnvel til að forðast vandræði. Reyndar er þetta frábært ráð þegar kemur að kunningjum, vinnufélögum og þá sérstaklega yfirmönnum eða kennurum en það er ekki skynsamlegt að halda endalaust aftur af sér í sambandinu.
Þú hefur kannski lært af biturri reynslu að öll hreinskilni af þinni hálfu leiði til rifrilda. Þessvegna ertu búin að selja sjálfri þér að það sé ekki “rifrildisins virði” að opna á umræðuna. Það hljómar nokkuð gáfulega, því hver nennir að rífast… ? en þetta hefur hliðarverkanir sem þú átt kannski ekki von á.
Já, vertu þú sjálf
Um leið og maður hættir að opna sig við makann deyr ástríðan. Þetta telja margir hina RAUNVERULEGU ástæðu þess að fólk á í samböndum utan hjónabandsins .s.s. heldur framhjá. Þetta er hvorki leiði né eirðarleysi. Fólk þráir að geta verið það sjálft nálægt annari manneskju, sagt henni allt og fundist hún/hann um leið vera metin einhvers og skilin. Um leið og þú hættir að segja makanum þínum satt og vera heiðarleg við hann drepurðu kynlífið ykkar. Kannski ekki næsta dag eða mánuð en smátt og smátt kafnar loginn og á endanum ferðu að furða þig á hvað varð um blossann.
Þetta er því miður svo algengt í samböndum að sumir halda hreinlega að það verði ekki hjá þessu komist en vittu til. Kynlífið ykkar gæti orðið heitara og nánara með hverju árinu sem líður svo lengi sem þið gleymið ekki að opna á sálargáttina og tala heiðarlega saman.
Gott og innilegt kynlíf er einn sætasti kosturinn við að vera í langtímasambandi svo byrjaðu nú að tala og taktu sénsinn á einu og einu rifrildi. Það skilar sér bara í meiri ástríðu og innileika í bólinu.
Bella Baldurs hefur mikinn áhuga á persónulegum þroska, samskiptum, samböndum, ástarmálum, deitmálum og kynlífi.
Hún byrjar hvern dag á núvitundaræfingu áður en hún rúllar sér sígarettu og hellir upp á tvöfaldan espresso.