1. Farðu nú að elska sjálfa þig.
Við þekkjum flest allar þessa frábæru línu frá Carrie : Ekki gleyma að verða ástfangin af sjálfri þér fyrst. Hljómar svolítið eins og draumur stelpu af Pinterest ekki satt?
En svona í alvöru, þá er þessi setning svo rétt “elskaðu sjálfa þig” því ef þú gerir það ekki eru líkurnar á því að þú getir átt í alvöru ástarsambandi við karlmann hverfandi.
Fyrir mig er þetta bara sjálfsagður hlutur að elska sjálfa mig – en einhverra hluta vegna hitti ég alltaf á karlmenn sem eru óöruggir með sig og eiga erfitt með að elska sjálfa sig.
Hvar eru karlmennirnir sem eru öruggir með sig og vita hvað þeir vilja? Nei maður spyr sig? Þannig að strákar, ef falleg kona sem er hress, gáfuð og skemmtileg gefur ykkur auga og sýnir áhuga — ekki fylla hausinn á ykkur af “oh ég er ekki nógu góður fyrir hana” bullinu. Verið beinir í baki, lítið í áttina til hennar og í guðana bænum ekki fá kvíða kast og verða óöruggir því það skemmir allt. Já, elskum okkur sjálf og leyfum öðrum að elska okkur líka. Það eiga það allir skilið.
2. Hin eina sanna ástæða þess að horfa á íþróttir
Miranda var rosalegur Yankees aðdáandi á meðan Carrie var mikill aðdáandi þess að geta verið hvar sem er svo framalega sem hún mátti reykja og fá sér kannski einn öl eða tvo án þess að fá hornauga frá öðrum. Ég reyki svo ég veit hvað hún er að meina en persónulega þá hef ég ekki áhuga á að glápa á fótbolta eða aðra íþróttaviðburði. Ég yrði að vera virkilega hrifin af viðkomandi karlmanni til að taka þátt í því með honum.
3. Lífið er bara ekki sanngjarnt
Carrie: Alheimurinn er kannski ekki alltaf sanngjarn, en að minnsta kosti þá hefur hann allsvakalega góðan húmor.
Þegar eitthvað “slæmt” kemur fyrir í mínu lífi þá er bara eitt hægt að segja “Það er ekkert sem er pottþétt öruggt í þessu lífi”. Við auðvitað reiknum með að allt gangi alltaf upp alveg fullkomlega í lífinu – en hvers vegna gerum við það?
Hvers vegna höldum við að allir eigið skilið hið fullkomna starf eða hið fullkomna samband sem er laust við allt stress og drama? Að eiga foreldra sem eru fullkomnir? Feitan bankareikning og glænýjan bíl sem aldrei bilar? Og hinn fullkomna líkama sem leyfir okkar að borða hvað sem er án þess að fitna? Afhverju finnst okkur að við eigum allt þetta skilið?
Ég hef lent í all mörgu sem að fólk myndi segja að væri afar ósanngjarnt en ég hef lært að líta á það á annan veg. Það geta ekki allir rúllað út fimmþúsundköllunum og slegið um sig, það er í lagi að eiga minna en aðrir. Þú hefur bara skemmtilegri karakter á móti og fjölbreytni er mikilvæg.
Ég hef lent í ástarsorg oftar en ég get munað og ef ég hitti mann sem mér finnst ég smella við, gerist oft eitthvað til að flækja málin. Eins og t.d að hann á kærustu eða eiginkonu eða þarf að flytja útaf vinnunni sinni eða hann býr í öðru landi.
Nú eða hann stendur í vegi fyrir sinni eigin hamingju. Finnst mér þetta óréttlátt? Njah nei , vegna þess að þá ætti ég nákvæmlega ekkert sameiginlegt með Carrie Bradshaw.
Það kemur að því að einn góðan veður dag þá kemur þessi eini rétti og rænir hjartanu mínu en þangað til er gaman að lenda í allskyns ævintýrum sem gefa manni góða reynslu og áhugaverð augnablik.
4. Gerðu heiminn að þínum eigin
Sem dæmi, klæddu þig og eigðu þinn eigin stíl. Farðu út í búð í tjullpilsi. Hrúgaðu á þig perlufestum bara þó það sé mánudagur. Vertu með blóðrauðan varalit þegar þér hentar. Berðu höfuðið hátt og hafðu hárið slegið og láttu þér fátt um finnast hvaða skoðun aðrir hafa á þér.
5. Ófullkomleikinn er fullkominn
Carrie: Ég mun aldrei vera kona sem er með fullkomið slétt hár eða get klætt mig í hvítt án þess að sulla niður á mig.
Oft þegar ég er búin að hafa mig til og komin í mitt fínasta púss að þá lít ég niður og sé mér til mikillar mæðu að ég er með lykkjufall á sokkabuxunum. Ég blæs aldrei á mér hárið né slétti það. Ég vil hafa það líflegt og frjálst. Í rauninni í mínu daglega lífi er ég bara nákvæmlega eins og ég er því lífið er ekki teikning af borði arkitekts. Það er ekki hægt að plana það nákvæmlega út í hið ýtrasta.
Enda finnst mér líka fólk sem er ekki að hamast við að vera fullkomið lang lang skemmtilegasta fólkið.
6. Aldrei að sætta þið við það næst besta
Carrie: Þegar kemur að samböndum, erum við kannski bara öll í glerhúsi og ættum ekki að vera að kasta steinum. Vegna þess að maður veit aldrei. Sumir eru að festa sig í samböndum og jafnvel giftast, sumir eru að sætta sig við það næst besta og svo eru það aðrir sem sætta sig ekki við neitt minna en að fá fiðrildi og kitl í magann í hvert sinn sem kærastinn horfir, snertir eða kyssir þig.
Já það er ekki hægt að skipta sér af samböndum annarra. Það veit enginn hvað fer á milli tveggja aðila í sambandi. Sumir vilja öryggið, húsið og fjölskylduna. Sumir vilja vera wild og flakka á milli starfa og eru lauslátir og sumir vilja ástríðuna alla leið. Eins og til dæmis undirrituð.
7. Það er í lagi að gera mistök
Carrie: Lífið gefur þér mörg tækifæri til þess að gera mistök sem gefa þér jafn mörg tækifæri á að gera hlutina rétt.
Ég er enn að bíða eftir því að ná þessu rétt, kannski erum við allar að því?
8. Er hann til, þessi eini sanni?
Charlotte: Það vita allir að í lífinu áttu bara tvö sambönd sem verða að sannri ást.
Carrie: Allir hverjir? Hvar heyrðir þú þetta?
Charlotte: Ég las það í tímariti.
Vá ég man eftir því þegar ég horfði á þennan þátt. Vá, fáum við bara tvær sannar ástir í öllu lífinu!? Og að Carrie fríkaði út því hún var þá búin með sínar tvær. Aidan og Big. En það eru til svo margar útgáfur af ást og hvernig á einhver að vita hvort það sé til þessi “great love” fyrr en bara á dánarbeðinu. Auðvitað er fólk heppið og finnur ástina og giftir sig og er hamingjusamt saman til dauðadags… en fyrir okkur hinar, hvernig vitum við hvaða samaband gæti leitt út í þessa miklu og geggjuðu ást?
Var það kannski þessi sem ég var skotin í þegar ég var 16 ára? Eða fyrsti alvarlegi kærastinn þegar ég var að verða tvítug? Eða þessi sem hjálpaði mér að komast yfir alvarlega ástarsorg með því að vera góður vinur? Þessi sem hittir á þig alltaf þegar það er ekki rétti tíminn en skilur þig betur en aðrir. Svei mér þá ég veit það ekki. Er mín ást þarna einhverstaðar úti að bíða eftir mér og ég bara hef ekki tekið eftir honum ennþá?
9. Það er í lagi að vera rómantísk og væmin.
Carrie: Ég er að leita að ást. Raunverulegri ást. Þessari fáránlegu, hjartagleypandi, getum ekki lifað án hvors annars ást!
Aahhh já, ég líka!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.