Salma Hayek klæðist leðri á rauða dreglinum að ósk eiginmannsins.
Leikkonan, sem er 47 ára, segist leggja sitthvað á sig til að ganga í augun á franska eiginmanninum, Francois-Henri Pinault – en saman eiga þau fimm ára stelpu sem heitir Valentína.
Í viðtali við InStyle segist Salma oft fara í leðurfötum á rauða dregilinn „Maðurinn minn elskar það þegar ég fer í leðurfatnað“.
„Ég er í raun engin tískudrós, ég hef ágætis auga og get sett fatnað saman en í raun gengur þetta mest út á að ganga í augun á eiginmanninum, ég vil að hann sé skotin í mér,“ segir hún í viðtalinu.
Hún segist upp með sér að fólki finnist hún falleg en segir þó að fegurðin sé ekki efst á blaði hjá henni. Það sé nú meira við hana en bara útlitið.
„Ég veit að fólki hefur alltaf þótt ég falleg en ég hef aldrei lagt mjög mikla áherslu á að vera eins sæt og ég get verið. Ég gæti í raun æft mikið meira, sleppt því að fá mér eftirrétt og látið áfengi eiga sig. ég gæti hæglega lagt meira á mig en það er ekki forgangsatriði hjá mér að vera falleg. Ég er of mikill uppreisnarseggur til þess.“

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.