Salma Hayek bætti á sig tæpum 23 kílóum þegar hún gekk með dóttur sína. Vissulega var það áfall að bæta svona mikið á sig en hún lærði samt að elska líkamann sinn alveg upp á nýtt á meðan og eftir meðgönguna.
Salma segir að konur séu alltaf undir smásjá. Það sé alltaf verið að gagnrýna holdafar þeirra og hvernig þær séu og hún er engin undantekning. Þegar hún var ólétt fannst henni ótrúlegt hversu mikið líkaminn hennar breyttist og henni fannst hann oft á tíðum vera furðulegur vegna þess að hún hélt að sumir líkamspartar ætluðu ekki að hætta að stækka!
Hún sá sjálfa sig í allt öðru ljósi á meðan á þyngdaraukningunni stóð og fór loksins að elska líkamann sinn. Henni fannst ótrúlegt að geta gengið með barn og fá að fylgjast með öllum breytingum líkamans.
Salma segir einnig að konur séu að berjast við sjálfsímynd sína á hverjum degi og stöðu; konur eiga að vera gáfaðar, sætar og góðar mæður og allt þetta setur mikla pressu á okkur til að vera fullkomnar, svo ekki sé talað um að vera grönn, en það er númer eitt tvö og þrjú í nútímasamfélagi og lítið svigrúm þá sér í lagi fyrir konur í skemmtanabransanum.
Salma komst í gamla formið sitt aftur en það kom ekki að sjálfu sér, hún borðar hollan mat og hreyfir sig til þess að halda línunum í lagi.
Er samfélagið að setja of mikla pressu á konur sem eru óléttar í dag? Er mikil pressa á nýbakaðar mæður að koma sér í gamla formið eða jafnvel betra form eftir meðgöngu? Kítku á Facebook síðu Pjattsins en þar getum við rætt málin 😉
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig