Nancy “Andie” Santo Pietro er sálfræðingur og Feng Shui Meistari verður stödd á Íslandi á vegum Ropeyoga setursins í byrjun Október.
Nancy er brautryðjandi í að tengja vestræna sálfræði við aldagömul Feng Shui fræði um mikilvægi orkuflæðis og jafnvægi í umhverfi okkar.
Undanfarin 15 ár hefur Nancy nýtt þessi fræði til aðstoða fólk til að bæta heilsu sína og velsæld, bæði andlega, líkamlega og fjárhagslega.
Bækur hennar hafa náð á metsölulista í Bandaríkjunum og verið gefnar út í Brasilíu, Mexikó, Singapore, Malasíu og á Indlandi. Þá er Nancy tíður gestur í ýmsum sjónvarps og útvarpviðtölum svo sem “Turning Point” með Hugh Downs, Fox News, Access Hollywood og Bloomberg Radio.
Viðtöl við hana hafa birst í Cosmopolitan, Mademoiselle, Natural Health, Washington Post, Wall Street Journal og New York Times.
Nancy á sér marga meðmælendur en meðal þeirra er lífsspekingurinn Deepak Chopra.
Það var persónuleg reynsla Nancy og langvarandi veikindi sem urðu til þess að hún uppgvötaði Feng Shui sem verkfæri til að ná heilsu og viðhalda velsæld.
Hún hafði starfað sem sálfræðingur um árabil þegar
hún hóf nám í Feng Shui. Þá fór hún fljótlega að hvetja skjólstæðinga sína til að mæta með teikningar af híbýlum sínum í samtalstíma til að meta áhrif orkuflæðis á líðan þeirra.
Bætti líðan sjúklinga með Feng Shui
Ekki leið á löngu þar til hún fór að endurskipuleggja heimili skjólstæðinganna samkvæmt Feng Shui fræðunum – sem eitt og sér hafði öflug áhrif á bata þeirra og velferð. Þegar hugur og heimili voru í samhljóm fóru undraverðar breytingar að gerast.
Ferli sem skjólstæðingarnir höfðu verið fastir í árum saman leystust og þeir fundu annan jafnvægisfarveg sem síðan stuðlaði að bata og aukinni velsæld.
Nancy vinnur nú alfarið með Feng Shui og sálfræðiþekkingu sína, bæði með einstaklingum og smáum sem stórum hópum fólks hjá fyrirtækjum og stofnunum.
Á námskeiðinu lærir þú að endurskipuleggja orkuflæði heimilis út frá þínum persónulegu þörfum í samhljóm og tengingu þinnar orku. Orka eyðist ekki, henni er einungis hægt að ráðstafa viljandi eða óviljandi.
Nancy kennir okkur að hámarka árangur af þeirri orku sem við höfum til ráðstöfunnar. Á námskeiðinu er fjallað um: heimilli, sambönd, starfsvettfang, fjölskyldu og aðra þætti sem skipta okkur mestu máli.
Námskeiðið fer fram í Rope Yoga Setrinu laugardaginn 4. og sunnudaginn 5. okt. – báða dagana frá 10:00 til 17:00
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.