Unaðslega gott ávaxtasalat, súper hollt, bragðið er algjörlega himneskt. Fullkomið yfir góðri “ræmu” eða í þínum besta félagsskap.
Hráefni
- 1 bolli jarðarber, skorin í bita
- 2 Kiwi, skorið í sneiðar
- 1 bolli ananas, skorinn í bita
- 1 msk kakó-nibbur
- 2 matskeiðar hlynsíróp + 1 tsk af lucuma-duft, blandað saman
Blandið ávöxtunum saman í skál. Stráið kakó-nibbunum út á, því næst er síróps og lucuma blöndunni hellt yfir.
Berið fram kalt.
Kakó nibbarnir eru fullar af andoxunarefnum og steinefnum eins og magnesium og járni, þannig að þú getur látið þér líða vel með að njóta þessa ofurfæðis.
Lucuma er afar kaloríusnautt ólíkt mörgum öðrum sætuefnum á markaðnum. Lucuma-duft er sætt og með pínu karamellukeim og hefur lítil áhrif á blóðsykur líkamans.
Salatið er frískandi og stútfullt af góðgæti, sem fær þig og allt hið innra til að blómstra. Njóttu í botn og það alla leið.
Guðný H. Sigmundsdóttir er hársnyrtir að mennt og með gífurlegan áhuga á flestu sem eykur á heilbrigði og vellíðan. Hún elskar að baka og útbúa hollan mat, hefur brennandi áhuga á leiklist og hefur stundað hana í tvö ár ásamt því að starfa sem sölu og markaðsmanneskja.