Helga Guðrún Johnson verður gestur Bókasafns Seltjarnarness þriðjudagskvöldið 3. febrúar kl. 19:30 og segir þar frá og fjallar um tildrög nýútkominnar verðlaunasögu sinnar Saga þeirra, sagan mín.
Bók Helgu Guðrúnar hlaut verðskuldað lof og jákvæða umfjöllun þegar hún kom út skömmu fyrir jól en þar rekur rithöfundurinn margslungna örlagasögu þriggja kvenna sem tengjast ættarböndum.
Um bókina sagði Egill Helgason í Kiljunni:
„Stór og mikil saga. Heillandi aldarspegill. Bók sem ég held að margir eigi eftir að vilja drekka í sig um jólin.“
Viðburðurinn er hluti af dagskrá Seltjarnarnesbæjar í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.