Saga byrjaði ung að aldri að sýna hæfileika í ljósmyndun og ég man fyrst eftir að hafa séð ofboðslega flottar myndir sem hún tók af hljómsveitinni Steed Lord þegar hún var aðeins 19 ára…
Hún er með sérstakan og töff stíl og maður er farinn að þekkja handbragð hennar strax. Nú er þessi unga hæfileikaríka snót í ljósmyndanámi í London og strax farin að mynda fyrir flott tískublöð.
Það verður gaman að fylgjast með ferli hennar í framtíðinni.
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.