Bíó Paradís er án efa uppáhalds bíóið mitt á Íslandi, það er ekki bara kósý og krúttlegt helddur sýnir það líka ótrúlega góðar kvikmyndir sem hin bíóhúsin taka oftast ekki til sýninga.
Safety Not Guaranteed er Græna Ljóss mynd sem framleidd er af sömu framleiðendum og stóðu á bak við Little Miss Sunshine. Myndin hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda og vann hún m.a. handritsverðlaun á Sundance kvikmyndahátíðinni.
Ég vil flokka þessa mynd með myndum eins og Little Miss Sunshine, Juno, 500 Days of Summer og fleiri myndum sem eru allar ef ég ætti að lýsa þeim í einu orði, krúttlegar.
Safety Not Guaranteed fjallar um Darius, stelpu sem er í starfsnámi hjá dagblaði í Seattle og nýtur lífsins ekki neitt svakalega mikið. Einn daginn fær hún tækifæri til þess að ferðast með einum blaðamanni á blaðinu og öðrum lærlingi í smábæ rétt fyrir utan Seattle með þeim tilgangi að skrifa grein um mann sem auglýsti eftir félaga til þess að fara í tímaferðalag með sér í dagblaðinu.
Ef þig langar að láta þér líða vel, hlæja smá og samt horfa á mynd sem hittir á einhverja raunverulega strengi þá mæli ég með Safety Not Guaranteed!
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=73jSnAs7mq8[/youtube]
Tinna hefur brennandi áhuga á næstum öllu en þó líklega mest á sjónvarpi og kvikmyndum, án þess þó að hafa nokkurt faglegt vit á hvorugu.
Hún er nemandi í mannfræði og starfar með náminu sem samfélagsmiðlaráðgjafi. Hún elskar allt sem kemur eldamennsku og bakstri við, og þá mest af öllu að baka íslenskar pönnukökur og að poppa örbylgjupopp. Markmið Tinnu í lífinu er að vera góð, láta gott af sér leiða og skemmta sér frábærlega á meðan.