Ég hef alltaf haft einstaklega gaman af því sem kaninn kallar “Ghetto Gold” en það eru ódýrir og skemmtilegir skartgripir.
Ætli við köllum þetta ekki bara glingur?
Hér er frábært safn af flottu (póstmódernísku) skarti sem er bæði retro og svaka nútímalegt á sama tíma. Mér finnst þeir óskaplega sætir. Sérstaklega OMG hálsfestin, svöluhringurinn og silfurkanínan.
Mjög svo kjút og skemmtilegt…
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og þoli ekki arfa i görðum (miðaldra). Hef ólæknandi áhuga á heimildarmyndum og norrænum sakamálasögum og fæ kikk út úr því að fara á allskonar skrítin námskeið. Ég er óhemju forvitin og nýt þess að miðla og deila því sem ég sé og upplifi með öðrum. Til dæmis hér, – með þér.