Þegar ég elda finnst mér mikilvægt að máltíðin sé holl, góð, hrein og að hún sé sem einföldust í framkvæmd.
Ég uppgvötaði sætar franskar kartöflur fyrir um ári. Það tekur ekki nema 20 mínútur að útbúa þær (korter í ofni og ca. 5 mín í undirbúning). Þær eru hollar, góðar og það er lítil sem engin fyrirhöfn að útbúa þær.
Þetta er það sem þú gerir:
- Forhitar ofninn. Undir-yfir hiti á 200 gráðum.
- Á meðan ofninn er að hitna dregur þú fram bökunarplötu og leggur á hana álpappír.
- Því næst skerð þú sætu kartöfluna í strimla og setur í skál. Þú hellir ólífuolíu út á kartöflurnar og bætir út á salt og pipar. Láttu þær liggja aðeins í skálinni svo að þær dragi olíuna í sig.
- Dreifðu þeim á álpappírinn á bökunarplötunni.
- Stilltu ofninn á 180 gráður.
- Skelltu þeim í ofninn og taktu út eftir korter.
Þessar frönsku sætu kartöflur eru tilvaldar sem meðlæti eða millimál.
Verði ykkur að góðu.
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.