Sæta svínið opnar sig – Við erum svo spenntar að smakka, tjatta og tjilla með bjór!

saeta_svinid
Sæta svínið, nýr og spennandi Gastro pub opnaði í Hafnarstrætinu í dag. Nánar tiltekið í gamla, rauða fálkageymsluhúsinu.

saeta_svinid6Okkur finnst mjög mikilvægt að vekja athygli á því að matseðilinn verður á hálfvirði fyrir þá sem koma og smakka fyrstu dagana, semsagt á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag 23 – 24 mars.

Bæði í hádeginu og á kvöldin, halló, halló, halló!!!

Sæta svínið er Gastropub þar sem þú getur droppað við í hádeginu, í eftirmiðdaginn eða á kvöldin í drykk og hágæða mat í skemmtilegri og afslappaðri stemningu.

Þau leggja áherslu á bragðgóðan mat búin til úr íslenskum fyrsta flokks hráefnum á góðu verði og gott úrval af bjór, víni og kokteilum til að njóta með matnum.

Til dæmis eru 10 bjórar á krana svo bjórelskendur vita hvert þau eiga að fara.

Og við erum ekki bara að tala um allskonar bjór heldur líka allskonar meira góðgæti…

Hamborgari? Já, hamborgari. Og bjór! 🍻
Hamborgari? Já, hamborgari. Og bjór! 🍻

Á matseðlinum er fullt af spennandi smáréttum og líka stærri réttum… allskonar gómsæti; ferskur fiskur, andasalat, lambaskanki, short rib burger, svína t-bone steik og hrossalund svo fátt eitt sé nefnt. Nú svo eru það eftirréttirnir sem eru mjög skemmtilegir og í raun bara svo spennandi að það væri eitthvað að manni að fara ekki að skoða Sæta Svínið.

Til dæmis er hægt að fá al- íslenska rjómabollu allt árið og frábæran SMÁKÖKU PLATTA sem á er Snickers smákaka, sítrónubaka, lakkrístoppar, Jakobsmoli, míní kleinur, míní rjómabolla og auðvitað fylgir með mjólkurglas 🍶


Skilgreiningin á Gastropub:
Hágæða Matur + pöbbstemning = Gastropub, með öðrum orðum, pöbb sem býður upp á hágæða mat og drykk.  ATH: Opið frá 11.30 – 23.30 alla daga

Sæta svínið á Facebook

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Færsla: Sæta svínið opnar sig – Við erum svo spenntar að smakka, tjatta og tjilla með bjór!