Sænsku tvíburasysturnar Sara og Emma Koponen eru mjög sérstakar þegar kemur að fegrunaraðgerðum en þær geta ekki hugsað sér að vera ekki nákvæmlega eins.
Systurnar, sem búa á Marbella á Spáni, fengu delluna fyrir því að breyta líkamanum á sér þegar bekkjarsystir þeirra fór í brjóstastækkun. Önnur segist yfirleitt vilja ganga lengra en hin í aðgerðum og ekki geta þær hugsað sér að vera ekki nákvæmlega eins svo Emma fylgir alltaf Söru og öfugt. Það eina sem er ekki nákvæmlega eins á þeim er háralitur og húðflúr.
Pabbi þeirra ku hata lífsstílinn, “Hann hatar brjóstin á okkur, hatar tattúin okkar, hatar þetta sem við erum að gera,” segja systurnar sem eru þó ekkert að fara að hætta. Næst á dagskrá er að breyta mitti, nefi, rassi og brosi. “Við viljum vera eins og dúkkur,” segja þær og bæta við að það séu engin takmörk á því hvað þær vilji margar aðgerðir.
Ungar, saklausar og óbreyttar.
2007 – áður en aðgerðir hófust.
Haldið upp á fyrstu brjóstastækkunina.
Systurnar eru báðar með tattúermi á upphandlegg og tattú í framan.
Þær borða alltaf nákvæmlega sama matinn og æfa í um 2 tíma á dag.
Að lokum má hér sjá viðtal við systurnar sem slá ekki slöku við með aðgerðirnar og viðurkenna með bros á bólginni vör að þær séu alveg háðar því að fara í aðgerðir! Já … “Það er svo margt sinnið sem skinnið” eins og gamla konan sagði.
__________________________________________________________________________________
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.