…eða er ég að ganga af göflunum?
Ég hef undanfarið verið að taka eftir því hvað mér finnst karlmenn með skegg ótrúlega myndarlegir. Ég veit ekki hvort þetta sé eitthvað sem vanalega gerist þegar maður kemur af unglingsárunum eða hvort menn með skegg eru virkilega eins svakalega myndarlegir og mér er farið að finnast eða hvort ég sé bara svona mikið tískufórnarlamb, því skeggvöxtur hefur jú verið að færast í aukana seinustu 2-3 ár.
Það eru vissir karlmenn sem mér hefur alltaf þótt fara betur að vera með skegg heldur en að vera skegglausir. T.d. Tom Selleck, Freddie Mercury og Mugison, menn sem maður getur varla séð fyrir sér án einhvers skeggvaxtar og ég persónulega myndi halda að hefðu fæðst með skegg hefði ég ekki séð þá skegglausa á mynd.
Fyrir utan þessa karlmenn hefur mér fram að þessu alltaf þótt skeggvöxtur frekar óaðlaðandi en þá aðallega vegna þess að þeir eru ókyssanlegir fyrir mig. Mig klæjar og ég verð rauð og fæ útbrot og allann pakkann í þau skipti sem ég hef látið freistast, svo kannski var þessi hugsun að stóru leyti bara sjálfsvernd. En nú er þessi sjálfsvernd allavega horfin út í veður og vind…
Tinna hefur brennandi áhuga á næstum öllu en þó líklega mest á sjónvarpi og kvikmyndum, án þess þó að hafa nokkurt faglegt vit á hvorugu.
Hún er nemandi í mannfræði og starfar með náminu sem samfélagsmiðlaráðgjafi. Hún elskar allt sem kemur eldamennsku og bakstri við, og þá mest af öllu að baka íslenskar pönnukökur og að poppa örbylgjupopp. Markmið Tinnu í lífinu er að vera góð, láta gott af sér leiða og skemmta sér frábærlega á meðan.