Grínistinn sæti Russell Brand er ekkert að skafa af hlutunum, hvorki þegar kemur að gríni né einkalífi.
Í gær fór “Twitter statusinn” hans eins og eldur um sinu en þá auglýsti hann eftir íbúð á leigu í London og bað um að fólk sendi sér linka, myndir og tilgreindi hverskonar ‘kinky’ kosti sem leigusalinn gæti boðið upp á. Eða eins og Russell orðaði þetta sjálfur.
“Seriously. Does anyone have a flat in east London to rent between July 30 and August 14? For me? Send links/pics/kinky advantages.”
Auðvitað fékk hann endalaust mikið af svörum frá allskonar hressum konum og jafnvel stelpum sem áttu enn heima hjá foreldrum sínum en einn aðdáenda hans gekk svo langt að bjóða honum systur sína sem hann kvað mjög áhugasama um hverskonar furðuleg uppátæki á kynlífssviðinu.
Russell á sjálfur nokkuð erfitt með að haga sér skikkanlega. Hann hefur bæði farið í áfengis og vímuefnameðferð og meðferð við kynlífsfíkn.
Eftir að þau Katy Perry skildu hefur hann verið bendlaður við ótal margar fegurðardísir en ekki stofnað til raunverulegs sambands við neina þeirra. Þau Katy voru gift í 14 mánuði og hún er nú hamingjusöm með tónlistarmanninum John Mayer.
Svo er bara að sjá hvað tekur við Russell í London og hvort hann fái óskir sínar um heppilega leiguíbúð uppfylltar? Þekkir þú einhvern í London?
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.