Pjatt.is var stofnað í febrúar 2009 og er fyrsti vefur sinnar tegundar á Íslandi. Fjölbreyttur og skemmtilegur dægurmálavefur sem höfðar til kvenna, 25 ára og eldri.
Við erum nýstárlegt sambland af bloggi og hefðbundum dægurmiðli en aðal markmið okkar er að fræða, skemmta og fjalla um fjölbreytt og áhugavert efni sem tengist lífsstíl og áhugasviðum kvenna.
Við leggjum okkur fram um gott málfar, vandaða og skemmtilega pistla og áhugavert efni en af leiðir að lesendahópur okkar er mjög dyggur og hefur verið síðustu tæp 6 árin.
Pjatt.is eða Pjattrófurnar eru með rúma 25.000 aðdáendur á Facebook og við erum líka á Pinterest og Instagram (um 1.500 fylgjendur).
Fylgjendur okkar á samfélagsmiðlum eru í yfirgnæfandi meirihluta konur, og langflestar eru 25 ára og eldri eins og sjá má á skjáskotinu hér að ofan sem er fengið af Facebook síðunni okkar.
Sendu tölvupóst á pjatt hja pjatt.is vegna markaðs/auglýsingasamstarfs og fyrir frekari upplýsingar.
Pjattrófurnar eru með mælingu hjá google analytics og opinbera mælingu modernus.is. Þar fást upplýsingar um heimsóknartölur en í september 2014 er meðalfjöldi vikulegra gesta um 50.000 mv Veflistann.is en rúmlega 60.000 mv. Google analytics. (Af gefnu tilefni viljum við benda á að ólíkir teljarar geta sýnt mjög mismunandi tölur).
Pjatt.is er fyrir klárar og jákvæðar pjattrófur!
Virkir pistlahöfundar/bloggarar eru þegar þetta er skrifað – haust 2014:
[table id=1 /]Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.