Rósroði er húðsjúkdómur sem veldur roða og bólum – oftast í andliti, bringu og á hálsi.
Húðin okkar skiptir svo miklu máli og ástand hennar getur haft mikil áhrif á andlegan líðan. Eftir meðgönguna hjá mér hefur húðin verið í hálfgerðum rússíbana svo ég ákvað að taka saman smá fróðleik um rósroða sem er mjög algengur sjúkdómur og við könnumst margar við.
Rósroði er mun algengari hjá konum heldur en körlum – hann er algengari hjá þeim sem hafa ljósa húð og kemur oft fram hjá þeim sem roðnuðu oft í æsku samkvæmt húðlæknastöðinni. Það er ekki hægt að lækna Rósroða en það er hægt að gera hann töluvert bærilegri.
Hver eru einkenni Rósroða?
Roði
Bólur og graftarbólur
Æðaslit
Fyrsta meðferðin er yfirleitt sýklalyf og það er mikilvægt að leita aðstoðar eins fljótt og hægt er en því seinna sem aðstoðar er leitað því erfiðara getur það verið að eiga við. Oft er notast við lasermeðferð seinna, en það er þá vegna æðaslita sem myndast af rósroðanum.
Hvers vegna fæ ég rósroða?
Það er ekki vitað hvers vegna rósoði kemur upp hjá sumum en öðrum ekki en það hefur verið bent á að lífstíll, erfðir og sálfræðilegir þættir geta haft áhrif. Það er ekkert próf sem segir okkur hvort við séum með það heldur er það greint í skoðun hjá lækni.
Það er svolítið skrítið að húðin getur bæði verið þurr og olíukennd á sama tíma, það getur því verið erfitt að greina þetta sjálf!
Lúpus og rósroði
Lúpus og rósroði er ekki það sama – tengist ekki þó margir virðist halda það. Það er nefnilega eitt einkenni hjá einstaklingum með Lúpus að vera með svona roða á sömu stöðum. Lúpus hefur mörg önnur einkenni og læknar eiga að geta greint það nokkuð auðveldlega í sundur.
Getur rósroðinn verið sýnilegur á fleiri stöðum heldur en í andlitinu?
– Já, það getur gerst en er alls ekki algilt, rósroði getur komið fram á hálsi, bringu, baki og eyrum.
Hvatar sem valda rósroða, hver er þinn?
Í könnun sem var gerð af National Rosacea Society þá kom fram að 96% þeirra sem eru með rósroða trúa því að þeir hafi sinn eigin “trigger” , eitthvað sem þau borða eða gera sem lætur þá okkur meiri einkenni rósroða. Það er mikilvægt að passa upp á húðina, hvaða efni eru notuð og hreinsa hana á hverjum degi – Það er misjafnt hvaða vörur henta hverjum svo taktu nóg af prufum og talaðu við sérfræðinga um hvernig húðin þín er og hvað gæti virkað. Hreinsaðu húðina varlega, ekki nota ertandi vörur og efni.
Hér er listi úr könnuninni sem var gerð hjá einstaklingum sem þjást af rósroða og þeir spurðir hvað “triggeraði” aukin einkenni hjá þeim.
Sól | 81% |
Tilfinningalegt stress | 79% |
Heitt veður | 75% |
Vindur | 57% |
Massívar æfingar | 56% |
Áfengisdrykkja | 52% |
Heitt bað | 51% |
Kalt veður | 46% |
Sterkur matur | 45% |
Raki | 44% |
Hiti innandyra | 41% |
Húðvörur sem henta ekki | 41% |
Heitir drykkir | 36% |
Snyrtivörur sem henta ekki | 27% |
Lyf | 15% |
Sjúkdómar | 15% |
Ákveðnir ávextir | 13% |
Marínerað kjöt | 10% |
Ákveðið grænmeti | 9% |
Mjólkurvörur | 8% |
Annað | 24% |
Þættir sem geta kallað fram rósroða
Matur | Hitatengdir hlutir |
|
|
Veður | |
| |
Lyf | |
| |
Drykkir | Heilsufar |
|
|
Tilfinningalegir þættir | Líkamlegir hlutir |
|
|
Húðvörur | |
|
Það er misjafnt hvað hefur slæm áhrif á hvern og það þarf að prófa sig áfram og hitta sérfræðing!
Cynthia Nixon sem við þekkjum úr Sex and the City er talsmaður fyrir the National Rosacea Society – en hún er sjálf með sjúkdóminn.
Hún vill að fólk með rósroða viti að það er hægt að halda þessu í skefjum.
Hún sjálf er með væg einkenni og hefur tekist að halda ástandinu niðri með breyttu mataræði og lyfjum. Hennar “triggerar” eru sól, kryddaður matur og rauðvín og þetta reynir hún því að forðast.
Ef þú vilt virkilega komast að því hvað veldur roðanum hjá þér þá skaltu halda úti dagbók – þar sem þú heldur utan um mat, æfingar, veðurfar og annað sem skiptir þig máli og hefur áhrif á ástand húðarinnar þinnar. Skoðaðu hvenær einkennin eru mikil og hvenær ekki út frá þeim upplýsingum og sjáðu svo hvað þú getur gert til að hafa betri áhrif á húðina.
Mínir eigin triggerar eru stress, sumar tegundir af víni og margskonar álag.
Upplýsingar fengnar og þýddar af http://www.rosacea.org
Sylvía er einkaþjálfari, yin jóga kennari, heilsumarkþjálfi og eigandi Optimal Health sem er andleg og líkamleg þjálfun fyrir konur. Sylvía býr á Spáni ásamt syni sínum og Oreo kisunni þeirra.